Hausmynd

Um börn alkóhólista

Fimmtudagur, 21. nóvember 2019

Kolbrún Baldursdóttir, sálfrćđingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins, skrifar grein í Morgunblađiđ í gćr um stórt mál, sem lítiđ er til umrćđu, ţ.e. um börn alkóhólista.

Ofneyzla áfengis er eitthvert mesta böl, sem til er í lífi fólks og ţá ekki sízt barna alkóhólistanna. Nú orđiđ er nánast alveg ljóst, ađ drykkja alkóhólistans getur markađ líf barna hans alla ćvi og jafnvel ţar međ barnabarna.

En Kolbrún segir réttilega í grein sinni:

"Enda ţótt mikiđ vatn hafi runniđ til sjávar hvađ varđar frćđslu og ţekkingu um alkóhólisma er enn ţöggun og fordómar í garđ foreldra, sem eru alkóhólistar. Börnin reyna ţví oftast ađ leyna vandanum eđa afneita honum."

SÁÁ er sennilega eini ađilinn sem hefur unniđ markvisst í ţessum málum. Kolbrún leggur nú til í borgarstjórn ađ stuđningsţjónusta borgarinnar viđ börn alkóhólista verđi efld.

Vonandi fćr tillaga hennar efnislega međferđ.

Hér er um mjög stórt velferđarmál ađ rćđa, sem hefur nánast veriđ "faliđ" og hefur ekkert međ flokkapólitík ađ gera.

 


Hlćgilegt kapphlaup flokka um Samherjamáliđ

Miđvikudagur, 20. nóvember 2019

Eins og viđ mátti búast eru stjórnarandstöđuflokkarnir komnir í kapphlaup um Samherjamáliđ til ţess ađ sýna hver ţeirra sé nú harđastur af sér. Ţetta er tilgangslaust kapphlaup.  Samherjamáliđ mun hafa pólitísk áhrif en ţađ eru kjósendur sjálfir, sem munu kveđa upp ţann pólitíska dóm. Međal ţjóđarinnar sjálfrar er víđtćk samstađa um hvađ gera skuli. Undantekningar frá ţví eru örfáar… Meira »

Ţađ er fylgzt međ okkur!

Ţriđjudagur, 19. nóvember 2019

Í Kastljósi RÚV í gćrkvöldi komu fram ţćr athyglisverđu upplýsingar ađ OECD mun fylgjast međ viđbrögđum rannsóknarađila hér í Samher jamálinu vegna ađildar okkar ađ alţjóđasamningum varđandi mútugreiđslur.  Ţótt engin ástćđa sé til ađ ćtla ađ rannsóknarađilar beiti sér ekki af fullum krafti, er ţađ holl áminning fyrir okkur ađ vita af ţví ađ fylgzt er… Meira »

Landlćknir hefur rétt fyrir sér

Mánudagur, 18. nóvember 2019

Landlćknir hefur rétt fyrir sér ţegar hún leggst gegn tillögu ţriggja ţingmanna Sjálfstćđisflokksins um ađ leyfa sölu tiltekinna verkjalyfja í almennum verzlunum. Í sumum ţessara lyfja er morfín. Ţađ er einstaklingsbundiđ hver áhrifin verđa. Sumir, sem nota slík lyf, virđast í engri hćttu ađ verđa háđir notkun ţeirra. En annađ getur átt viđ um ađra. Ţar er veriđ ađ bjóđa hćttunni heim. Vćntanlega… Meira »

Athyglisverđur áhugi Ţjóđverja á Íslandi

Sunnudagur, 17. nóvember 2019

Ţýsk íslenzka félagiđ í Köln efndi í gćr til fundar, ţar sem bćđi pólitík og menning voru til umrćđu. Ţađ sem vakti athygli gesta frá Íslandi var hvađ mikiđ fjölmenni var á fundinum og ađ ţađ voru nánast allt Ţjóđverjar. Ţýskur menntaskólakennari flutti fyrirlestur um verk Jóns Kalmans Stefánssonar og ţá ekki sízt um Himnaríki og helvíti. Í ljós kom ađ allmargir fundarmanna höfđu lesiđ ţá bók, sem… Meira »

Eru "réttu" málin ekki á dagskrá?

Laugardagur, 16. nóvember 2019

Áratugum saman hafa málefni á dagskrá stjórnmálanna snúizt um efnahagsmál og atvinnulíf og gera enn. Getur veriđ ađ sú óáran, sem einkennir stjórnmálin byggist á ţví ađ önnur mál séu komin ofar á dagskrá í huga almennra borgara og ţar sé ađ finna skýringu á "gjánni" á milli stjórnmálanna og almennings? Ađ viđ séum bundin umrćđuefnum liđins tíma í stađ ţess ađ rćđa ţađ sem efst er í huga fólks, sem… Meira »

Illdeilur í opinberum stofnunum

Föstudagur, 15. nóvember 2019

Illdeilur innan opinberra stofnana hafa veriđ fastur liđur í fréttum undanfariđ. Má ţar nefna Reykjalund og Vinnueftirlit sem dćmi. Nýjustu tíđindi af ţessum vígstöđvum eru frá Íslandspósti á Selfossi. Ţar logar allt í illdeilum ađ ţví er fram kemur á mbl.is. Hvađ ţarf ţetta ađ gerast oft og í mörgum opinberum stofnunum til ţess ađ stjórnvöld bregđist viđ af einhverjum krafti? Illdeilur af ţessu… Meira »

Samherjamáliđ: Víđtćk samstađa um framhaldiđ

Fimmtudagur, 14. nóvember 2019

Eins og vćnta mátti var um fátt annađ rćtt í gćr en Samherjamáliđ . En gagnstćtt ţví, sem oft er, ţegar erfiđ mál koma upp, er augljóslega víđtćk samstađa í ţjóđfélaginu um framhaldiđ. Hún snýst fyrst og fremst um ţađ, ađ máliđ verđi ađ rannsaka í botn . Nú er ljóst ađ ţađ er bćđi komiđ á borđ hérađssaksóknara , sem hefur hafiđ rannsókn, og skattrannsóknarstjóra . Ţá er hafin rannsókn í Namibíu… Meira »

Kveikur setti óhug ađ fólki

Miđvikudagur, 13. nóvember 2019

Ţađ setti óhug ađ fólki viđ ađ horfa á Kveik , fréttaskýringarţátt RÚV í gćrkvöldi, ţar sem fram komu ţungar og alvarlegar ásakanir á hendur forráđamönnum Samherja um viđskiptahćtti ţeirra í Namibíu . Í kjölfar ţáttarins birtist svo yfirlýsing frá Samherja , ţar sem fyrrverandi starfsmađur félagsins í Namibíu er sakađur um ađ hafa flćkt félagiđ í slíka starfsemi. Ljóst er ađ opinber rannsókn mun… Meira »

Ófriđlegt á Norđurslóđum - og óvissa

Ţriđjudagur, 12. nóvember 2019

Ţađ blasir raunar viđ, sem Stuart Peach formađur hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins , sagđi á fundi Varđbergs í gćr, ađ meiri óvissa er í öryggismálum á Norđurslóđum en veriđ hefur frá lokum kalda stríđsins. Ţví valda fyrst og fremst aukin hernađarleg umsvif Rússa en líka sá vaxandi ţrýstingur um áhrif á ţessu svćđi, sem finna má frá Kína. Ađ halda öđru fram er barnaskapur. Friđur verđur ekki… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

5769 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. nóvember til 17. nóvember voru 5769 skv. mćlingum Google.

Eldmessa Ragnars Ţórs

Á Facebook er ađ finna eins konar eldmessu frá Ragnari Ţór, formanni VR, sem hvetur verkalýđshreyfinguna til ţess ađ standa ađ ţverpólitískri hreyfingu til ţess ađ koma fram umbótum á samfélaginu.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví til hvers sú eldmessa leiđir.

4570 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4. nóvember til 10. nóvember voru 4570 skv. mćlingum Google.

3991 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 28. október til 3. nóvember voru 3991 skv. mćlingum Google.