Hausmynd

Eiturefnaárás dregur dilk á eftir sér

Laugardagur, 24. mars 2018

Ţađ er ljóst af umfjöllun evrópskra fjölmiđla, ađ eiturefnaárásin í Bretlandi á fyrrverandi sovézkan njósnara og dóttur hans fyrir skömmu er ađ draga alvarlegan dilk á eftir sér.

Svo virđist sem Theresa May, forsćtisráđherra Breta, hafi lagt fyrir ađra leiđtoga innan ESB svo sannfćrandi upplýsingar um ađild rússneskra stjórnvalda ađ ţessari árás, ađ fleiri ríki muni fylgja í kjölfariđ, reka rússneska sendiráđsstarfsmenn úr landi og beina öđrum refsiađgerđum ađ sérvöldum hópi lykilmanna í kringum Pútín.

Ţetta ţýđir augljóslega ađ eins konar kalt stríđ er ađ hefjast á milli Rússa og annarra Evrópuríkja.

Hvort Bandaríkjamenn verđa ađilar ađ ţví kalda stríđi er annađ mál. Í Hvíta Húsinu ríkir stjórnleysi af ţví tagi, ađ enginn veit hvađ gerist nćst.

Hitt er nánast víst ađ íslenzk stjórnvöld munu liggja undir miklum ţrýstingi ađ taka ţátt.

Sá ţrýstingur er örugglega til stađar nú ţegar. Fyrst eftir ţennan atburđ var talađ á ţann veg ađ hann mundi engin áhrif á nćrveru ráđamanna hér í heimsmeistaramóti í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.

Svo kom skyndilega annađ hljóđ í strokkinn.

Í sumum evrópskum fjölmiđlum er ţessari eiturefnaárás lýst sem fyrstu efnavopnaárás á Vestur-Evrópu frá lokum heimsstyrjaldarinnar síđari.

Sú skilgreining lýsir alvöru málsins. 


Stórbrotiđ tónverk Jóns Leifs frumflutt í Hörpu í gćrkvöldi

Laugardagur, 24. mars 2018

Sennilega er ţađ svo ađ ekkert íslenzkt tónskáld nćr ţví jafnvel og Jón Leifs ađ endurspegla ţá sterku ţjóđerniskennd , sem alltaf hefur veriđ til stađar í sálarlífi Íslendinga . Ţetta mátti finna á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í gćrkvöldi, ţegar verk Jóns, Edda II - Líf guđanna, var flutt í fyrsta sinn. Jón Leifs var mjög umdeildur á sinni tíđ og margir létu sér fátt um finnast,… Meira »

Ţetta er EKKI máliđ, Katrín

Föstudagur, 23. mars 2018

Ţađ var skynsamlegt hjá Katrínu Jakobsdóttur , forsćtisráđherra, ađ bođa forystumenn launţegahreyfingarinnar til fundar viđ sig í gćr, eftir ađ ljóst var orđiđ ađ ASÍ mundi ekki taka sćti í Ţjóđhagsráđi . En mikil áherzla forsćtisráđherra í samtali viđ RÚV í gćrkvöldi á ađ framundan vćri gjörbreyting á lögum um Kjararáđ bendir til ţess ađ Katrín átti sig ekki á kjarna málsins. Ţćr lagabreytingar… Meira »

Vaxandi órói á vinnumarkađi blasir viđ

Fimmtudagur, 22. mars 2018

Tvennt hefur gerzt síđustu daga sem er stađfesting á ţeim vaxandi óróa , sem blasir viđ á vinnumarkađi . Annars vegar ađ grunnskólakennarar hafa kolfellt nýjan kjarasamning. Ţćr útskýringar formanns Félags grunnskólakennara ađ ţar hafi Framsóknarmenn komiđ sérstaklega viđ sögu eru ekki sannfćrandi. Af hverju ćttu Framsóknarmenn sem eiga ađild ađ ríkisstjórn ađ hafa sérstakan áhuga á ţví ađ ýta… Meira »

Ekki "blóđugur" niđurskurđur heldur löngu tímabćr hagrćđing

Miđvikudagur, 21. mars 2018

Landsfundur Sjálfstćđisflokksins sendi frá sér skýra orđsendingu um ađ flokkurinn ćtti ađ berjast fyrir ţví ađ hlutfall opinberra útgjalda af vergri landsframleiđslu fćri niđur í 35% en ţau voru áriđ 2016 45%. Međ ályktun ţessa efnis er landsfundur ađ hvetja til ţess ađ ţetta hlutfall verđi svipađ og ţađ var 1980 . Ţróun ţessa hlutfalls síđasta rúman aldarfjórđung er athyglisverđ. Áriđ 1990 var… Meira »

Ţađ sem ekki var rćtt á landsfundi

Ţriđjudagur, 20. mars 2018

Ađ loknum landsfundi Sjálfstćđisflokksins nú um helgina er tvennt ljóst: Sjálfstćđisflokkurinn telur sig ekki eiga neitt ósagt viđ íslenzku ţjóđina um ástćđur hrunsins - nú ţegar 10 ár verđa liđin í haust frá ţeim ósköpum. Sjálfstćđisflokkurinn telur enga ástćđu til ađ rćđa í eigin ranni ţá stađreynd ađ flokkurinn hefur tapađ a.m.k. 10 prósentustigum af fylgi sínu ef ekki meiru. Ţetta er… Meira »

Sjálfstćđisflokkur hafnar ađild Íslands ađ orkubandalagi ESB

Mánudagur, 19. mars 2018

Eina mikilvćgustu samţykkt landsfundar Sjálfstćđisflokksins er ađ finna í tveimur línum í ályktun um málefni atvinnuveganna. Ţar segir: "Sjálfstćđisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráđum yfir íslenzkum orkumarkađi til stofnana Evrópusambandsins." Ţetta er alveg skýrt.  Hinir stjórnarflokkarnir tveir hljóta ađ vera sömu skođunar miđađ viđ grundvallarstefnu ţeirra gagnvart ESB .… Meira »

Sjálfstćđisflokkur gengur frá landsfundi međ samhenta forystu - en meira ţarf til

Sunnudagur, 18. mars 2018

Sjálfstćđisflokkurinn gengur frá ţeim landsfundi, sem stađiđ hefur síđustu daga međ samhenta forystu , sem hlotiđ hefur yfirgnćfandi traust landsfundarfulltrúa. Ţađ kom ekki á óvart. Í ályktunum landsfundarins er tćplega hćgt ađ segja ađ eitthvađ komi á óvart en hins vegar má velta fyrir sér, hvort markvisst hafi veriđ unniđ ađ ţví ađ forđast deilur um málefni, sem ađ sjálfsögđu eru til stađar í… Meira »

Heimsókn Helen Grimaud meiri háttar menningarviđburđur

Sunnudagur, 18. mars 2018

Heimsókn franska píanóleikarans Helen Grimaud til Íslands verđur ađ teljast meiri háttar menningarviđburđur . Hún leikur í kvöld í Hörpu međ Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar . Helen Grimaud hefur á síđustu áratugum komiđ fram sem einn fremsti píanóleikari heims . Í bandaríska tímaritinu New Yorker var henni lýst fyrir nokkrum árum sem píanóleikara međ sterkar skođanir, sjálfstćđi og metnađ og óhrćdd… Meira »

Komiđ ađ ţáttaskilum í eignarađild lífeyrissjóđa ađ stćrstu fyrirtćkjum

Laugardagur, 17. mars 2018

Nú er sennilega komiđ ađ ákveđnum ţáttaskilum í eignarađild lífeyrissjóđa ađ stćrstu fyrirtćkjum landsins. Fréttir af launahćkkunum forstjóra N1 valda ţví. Verkalýđsfélögin geta ekki lengur variđ samţykki fulltrúa ţeirra í stjórnum fyrirtćkja, hafi ţeir á annađ borđ samţykkt slíkar hćkkanir. Í slíkum tilvikum hljóta ţau ađ skipta um fulltrúa og kjósa nýja fulltrúa og skilgreina ţá betur umbođ… Meira »

Úr ýmsum áttum

Vond hugmynd

Ţađ er vond hugmynd, sem samţykkt hefur veriđ í borgarráđi Reykjavíkur ađ byggja sundlaug í miđjum Fossvogsdal

Sundlaug fylgja götur, bílastćđi og annađ ţví tengt.

Lesa meira

Valhöll: Breidd frambođslistans vekur athygli

Allmargir ţeirra, sem skipa efstu sćti á frambođslista Sjálfstćđisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor mćttu á fund Samtaka eldri sjálfstćđismanna í Valhöll í hádeginu í dag og kynntu sig.

Ţađ sem vakti einna mesta athygli var breidd

Lesa meira

4754 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 12.marz til 18. marz voru 4754 skv. mćlingum Google.

Grimaud var upplifun - Hvenćr kemur Argerich?

Ţađ var stórkostleg upplifun ađ hlusta á Helen Grimaud í Hörpu í kvöld.

Og um leiđ vaknar ţessi spurning:

Hvenćr kemur Martha Argerich?