Hausmynd

Sovézki andófsmađurinn Vladimir Bukovsky látinn

Mánudagur, 28. október 2019

Í brezkum blöđum í morgun kom fram ađ einn helzti andófsmađurinn í Sovétríkjunum á seinni hluta 20. aldar, Vladimir Bukovsky, vćri látinn, 76 ára ađ aldri. Hann átti mikinn ţátt í ađ afhjúpa misnotkun sovézkra yfirvalda á geđdeildum í baráttu ţeirra gegn andófsmönnum ţar í landi. Sú barátta hans átti ađ mati Guardian mikinn ţátt í ađ veikja grunnstođir kommúnismans í Austur-Evrópu.

Hann var ađ eigin sögn einn af 3000-5000 andófsmönnum sem voru ađ starfi innan Sovétríkjanna á ţeim tíma. Helzti óvinur hans var KGB og eftir fall Sovétríkjanna var ţađ hans skođun, ađ KGB hefđi tekiđ völdin í Rússlandi, sem sennilega er rétt.

Yuri Andropov, ţá leiđtogi KGB skipulagđi misnotkun geđdeilda og geđlyfja til ţess ađ takast á viđ andófsmenn. En ađ sögn Guardian varđ sú hugsun til í valdatíđ Krúsjoffs, ađ andóf gegn Sovétkerfinu hlyti ađ vera ein tegund af geđsjúkdómum. Bukovsky var einn ţeirra, sem hlaut slíka međferđ

En ţar kom ađ sovézk yfirvöld töldu slíka hćttu stafa af Bukovsky, ţótt hann vćri lokađur inni sem geđsjúkur, ađ ţau töldu betra ađ losna viđ hann úr landi og komu honum til Sviss. Sjálfur ákvađ hann ađ setjast ađ í Cambridge á Bretlandi og ţađan hélt hann baráttu sinni áfram

Bukovsky varđ eins konar óformlegur ráđgjafi bćđi Thatcher og Reagans í málefnum Sovétríkjanna. Ţannig ráđfćrđi hún sig viđ hann áđur en hún hitti Gorbasjov í fyrsta sinn.

Bukovsky kom hingađ til lands snemma í október 1979 og flutti fyrirlestur á vegum Samtaka um vestrćna samvinnu og Varđbergs á Hótel Sögu fyrir fullu húsi.

Viđ sem stóđum ađ komu hans hingađ áttum fyrst erfitt međ ađ komast í samband viđ hann og rćđa mögleika á heimsókn. En ţá datt okkur í hug ađ hringja beint heim til hans. Hann svarađi í símann og tók strax bođinu um ađ koma hingađ.

Eftir fundinn áttum viđ kvöldstund međ honum á Hótel Sögu, sem raunar stóđ langt fram á nótt.

Valdimir Bukovsky var eftirminnilegur mađur, sem átti ađ baki hrćđilega lífsreynslu og bar ţess merki.

 


Fer vinnustađamenningu hrakandi?

Miđvikudagur, 3. október 2018

Í Fréttablađinu í morgun er sagt frá óánćgju starfsmanna hjá kísilverinu á Bakka međ vinnustađamenningu á stađnum. Ađ undanförnu hafa komiđ upp áleitnar spurningar varđandi vinnustađamenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur . Úr mörgum áttum heyrast nú ađvaranir um ađ kulnun í starfi sé víđa vaxandi vandamál. Og svo mćtti lengi telja. Ţađ er ţess vegna kannski ekki út í hött ađ spyrja, hvort… Meira »

Icelandair: Björgólfur Jóhannsson brýtur blađ

Ţriđjudagur, 28. ágúst 2018

Líklegt má telja, ađ međ óvćntri afsögn sinni í gćr sem forstjóri Icelandair Group hafi Björgólfur Jóhannsson brotiđ blađ í viđskiptalífi okkar og sett međ ţeirri ákvörđun ný viđmiđ , sem fara verđi eftir.  Áhrif ţessarar ákvörđunar munu vafalaust ná víđar en til fyrirtćkja, sem skráđ eru á markađi. Líklegt er ađ ţau muni líka ná til stćrri óskráđra fyrirtćkja og t.d lífeyrissjóđa , ţegar… Meira »

John McCain látinn: Talsmađur og táknmynd ţeirra Bandaríkja, sem einu sinni voru

Sunnudagur, 26. ágúst 2018

John McCain , öldungadeildarţingmađur, sem nú er látinn, var eins konar talsmađur og táknmynd ţeirra Bandaríkja, sem einu sinni voru. Ţeirra Bandaríkja , sem komu lýđrćđisríkjum Vestur-Evrópu til bjargar í heimsstyrjöldinni síđari. Ţeirra Bandaríkja , sem gerđu Sovétríkjunum kleift ađ lifa af međ vopnasendingum. Ţeirra Bandaríkja , sem lögđu fram gífurlega fjármuni í formi Marshallađstođar til ađ… Meira »

Hetjur ćsku lýđveldisins

Fimmtudagur, 12. júlí 2018

Ţađ voru nokkrir ungir frjálsíţróttamenn , sem áttu mestan ţátt í ađ veita hinu unga íslenzka lýđveldi sjálfstraust á árunum eftir lýđveldisstofnun. Ţeir voru hetjur ćsku hins unga lýđveldis . Ţeir voru "strákarnir okkar" ţeirra tíma. Einn úr ţeirra hópi, Finnbjörn Ţorvaldsson , er nú látinn. Ađrir úr ţessum hópi voru Clausens-brćđur , Gunnar Huseby , Torfi Bryngeirsson o.fl. og áratug síđar var… Meira »

Umfjöllun um Matthías Johannessen í Nordisk Tidskrift

Fimmtudagur, 19. apríl 2018

Í fyrsta hefti ţessa árs af tímaritinu Nordisk Tidskrift , sem út er komiđ, er ađ finna grein um Matthías Johannessen , sem lengst allra var ritstjóri Morgunblađsins eđa í rúmlega 41 ár. Greinin er eftir umsjónarmann ţessarar síđu og er ţáttur í greinaflokki um ritstjóra á Norđurlöndum . Í grein ţessari held ég ţví fram, ađ Matthías Johannessen hafi veriđ áhrifamesti fjölmiđlamađur á Íslandi á… Meira »

Framsýnn dugnađarforkur nírćđ í dag

Ţriđjudagur, 31. janúar 2017

Samstarfskona mín á Morgunblađinu  til margra áratuga, Elín Pálmadóttir , er nírćđ í dag. Hún kom ţar til starfa u.ţ.b., ţegar viđ, nokkrir Heimdellingar , fórum ađ venja komur okkar á ritstjórnina. Yfir henni var nokkur ćvintýraljómi í hugum okkar, ţessara stráklinga. Hún hafđi unniđ í útlöndum á vegum hins nýstofnađa lýđveldis , bćđi hjá Sameinuđu ţjóđunum í New York og í sendiráđi… Meira »

Upplýsingar liggja fyrir um tvo ţingmenn, sem heimilađ var ađ hlera

Föstudagur, 5. ágúst 2016

Á mbl.is , netútgáfu Morgunblađsins , er sagt frá ţví, ađ Ólöf Nordal ,innanríkisráđherra, hafi birt svar viđ fyrirspurn frá Össuri Skarphéđinssyni , alţingismanni Samfylkingar , um veittar heimildir til símahlerana hjá alţingismönnum á árunum 1949-1968 vegna ýmissa atburđa, sem tengdust Atlantshafsbandalaginu . Jafnframt er tekiđ fram, ađ ekki sé tilgreint um hvađa ţingmenn sé ađ rćđa. Af ţessu… Meira »

Úr fórum FRV: Lýđveldisstjórnarskráin 1944 og samţykkt hennar

Laugardagur, 7. maí 2016

Í fórum Finnboga Rúts Valdemarssonar , fyrrum ritstjóra Alţýđublađsins og síđar ţingmanns Sameiningarflokks alţýđu-Sósíalistaflokks og Alţýđubandalags,  hefur fundizt handrit ađ grein, sem augljóslega er skrifuđ í ađdraganda forsetakosninga 1980 . Ekki er ljóst, hvort grein birtist ţá opinberlega en ţar sem efni hennar á augljóslega erindi viđ núverandi ađstćđur er hún birt hér međ leyfi… Meira »

Varnir Íslands í Vísi 1962

Föstudagur, 6. maí 2016

Hinn 7.marz 1962 , fyrir 54 árum , birti dagblađiđ Vísir grein eftir Styrmi Gunnarsson, stud. jur (nú umsjónarmann ţessarar síđu), sem bar fyrirsögnina Varnir Íslands . Greinin var svohljóđandi: "Varnarliđiđ á Keflavíkurflugvelli gegnir tvíţćttu hlutverki. Annars vegar er ţví ćtlađ ađ verja land og ţjóđ ef til árásar kemur, hins vegar er ţađ mikilvćgur hlekkur í ţeim vörnum, sem frjálsar… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

5769 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. nóvember til 17. nóvember voru 5769 skv. mćlingum Google.

Eldmessa Ragnars Ţórs

Á Facebook er ađ finna eins konar eldmessu frá Ragnari Ţór, formanni VR, sem hvetur verkalýđshreyfinguna til ţess ađ standa ađ ţverpólitískri hreyfingu til ţess ađ koma fram umbótum á samfélaginu.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví til hvers sú eldmessa leiđir.

4570 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4. nóvember til 10. nóvember voru 4570 skv. mćlingum Google.

3991 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 28. október til 3. nóvember voru 3991 skv. mćlingum Google.