Það er ánægjulegt að sjá í Morgunblaðinu í dag að hugsjónir Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrum alþingismanns og ritstjóra Morgunblaðsins eru komnar á dagskrá á ný.
Í grein eftir Sigríði Andersen, alþingismann og fyrrum ráðherra, um fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka segir þingmaðurinn m.a.:
"Þótt sala á 25% hlut í Íslandsbanka sé gott skref þá er ekki nógu langt gengið. Eignarhaldið allt þarf að komast frá ríkinu sem fyrst. Hlutafjárútboð er hins vegar ekki nauðsynlegt til þess arna. Nú er kominn tími til að hrinda í framkvæmd hugmynd, sem fyrst var viðruð fyrir mörgum áratugum. Að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkum til eignar. Ekki er betri leið til að dreifa eignarhaldi eins og margir telja mikilvægt og enginn verður sakaður um að afhenda hlutina "útvöldum".
Sigríður vitnar síðan í grein sinni í bók Eyjólfs Konráðs, Alþýða og athafnalíf, sem út kom fyrir rúmri hálfri öld og hvetur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að leggja fram frumvarp um afhendingu á drjúgum hluta í Íslandsbanka til landsmanna samhliða fyrirhuguðu hlutafjárútboði.
Það verður spennandi að fylgjast með því, hvaða undirtektir hugsjónir Eykons fá nú í Sjálfstæðisflokknum og á Alþingi.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.