Hausmynd

Er bankasala pólitískt hættuspil?

Föstudagur, 22. janúar 2021

Það eru tæpir tveir áratugir liðnir frá einkavæðingu bankanna, sem hafði alvarlegri afleiðingar en nokkurn gat órað fyrir á þeim tíma. Þess vegna er ekki óeðlilegt að það gæti efasemda nú þegar umræður eru hafnar um nýja einkavæðingu. Þær efasemdir snúast fyrst og fremst um það, hvort nægilegar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfi bankanna til að koma í veg fyrir, að leikurinn verði endurtekinn.

En þar að auki má velta því fyrir sér, hvort fyrirhuguð sala á hlut í Íslandsbanka geti verið pólitískt hættuspil og þá sérstaklega fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Vegna forystu flokksins fyrir einkavæðingu bankanna á sínum tíma má finna á meðal fólks efasemdir um að flokknum sé treystandi fyrir því, að hafa forystu um einkavæðingu banka á nýjan leik.

Og í ljósi þess, að þingkosningar eru í september er nokkuð ljóst að slíkar efasemdir geta orðið óþægilegur þáttur í kosningabaráttunni, jafnvel þótt salan hafi þá þegar farið fram. Það getur snúizt um það hverjir hafi orðið stærstu kaupendur og á hvaða verði hlutur í bankanum hafi verið seldur.

Ætli þessi þáttur málsins hafi komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins?

 


Bandaríkin: Endurreisn til fyrri stöðu hafin

Fimmtudagur, 21. janúar 2021

Endurreisn Bandaríkjanna til fyrri stöðu þeirra á heimsbyggðinni er hafin. Hún hófst þegar í gær með embættistöku nýs forseta og varaforseta. Það verður erfitt verkefni en mikilvægt að það takist. Hins vegar er nokkuð ljóst að lykilþáttur í því er að takast megi að brúa þá gjá , sem kannski hefur alltaf verið til í bandarísku samfélagi en hefur orðið sýnilegri og augljósari síðustu árin. … Meira »

Ferðaþjónustan: Raunsætt mat á erfiðri stöðu

Miðvikudagur, 20. janúar 2021

Það hefur aftur og aftur gerzt á þeim tíma, sem heimsfaraldurinn hefur staðið, að bæði stjórnmálamenn og talsmenn hagsmunasamtaka hafa talað af miklu óraunsæju um stöðu mála og talið sig sjá, aftur og aftur,  "ljósið" við enda ganganna. Þetta hefur ekki sízt átt við um ferðaþjónustuna . Stundum hefði mátt halda, að einstakir talsmenn hafi talið sig geta "talað upp" ferðamannastrauminn. Meira… Meira »

Bankar: Erlend eignaraðild getur verið hættuleg

Þriðjudagur, 19. janúar 2021

Í umræðum að undanförnu um fyrirhugaða sölu á hluta af hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur aftur og aftur komið fram það sjónarmið að erlend eignaraðild að bankanum væri æskileg og jafnvel eftirsóknarverð . Þessi sjónarmið hafa bæði komið fram innan þings og utan. Er það óumdeilanlega svo? Frá fjármálakreppunni haustið 2008 hefur það aftur og aftur gerzt að alþjóðlega þekktir bankar hafa verið… Meira »

Veiran: Bezt staða á Íslandi og Grænlandi af Norðurlöndum

Mánudagur, 18. janúar 2021

New York Times birtir daglega litakort af heimsbyggðinni, þar sem sjá má stöðuna á kórónuveirunni eftir löndum. Skv. því korti standa Ísland og Grænland bezt allra Norðurlanda en Færeyjar sjást að vísu ekki á kortinu. Svíþjóð stendur hins vegar langverst , sem hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir Svía . Skv. kortinu eru Bretar og Írar, Spánverjar og Portúgalar og Holland og Belgía og… Meira »

Þýzkaland: Kristilegir demókratar halda sig við miðjuna

Sunnudagur, 17. janúar 2021

Hörðum átökum í flokki Kristilegra demókrata í Þýzkalandi um nýjan formann flokksins, sem hugsanlega tekur við af Merkel sem kanslari í haust, er lokið með sigri Armin Laschet , sem er gamall samstarfsmaður Merkel og skoðanabróðir hennar í því að Kristilegir eigi að spanna hið pólitíska litróf frá hægri yfir á miðju,  að því er fram kemur hjá þýzku fréttastofunni Deutsche-Welle. Þetta er… Meira »

Tæplega 27 þúsund einstaklingar atvinnulausir

Laugardagur, 16. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að 26473 einstaklingar hafi verið atvinnulausir í desember og að því sé spáð að þeim fjölgi í janúar. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið var 23,3% í desember. Atvinnuleysið meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi er nú rúmlega 24% . Þetta eru óhugnanlega háar tölur. Gera má ráð fyrir að þetta mikla atvinnuleysi og hvernig bregðast eigi við verði… Meira »

Djörf ákvörðun hjá Ásmundi Einari

Föstudagur, 15. janúar 2021

Það er djörf ákvörðun hjá Ásmundi Einari Daðasyni , félags- og barnamálaráðherra, að hverfa úr öruggu þingsæti í Norðvesturkjördæmi og bjóða sig fram í efsta sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna . Það er ekki öruggt þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn . En sú ákvörðun sýnir líka, að Framsóknarflokkurinn er að undirbúa sókn á þéttbýlissvæðinu á suðvesturhorninu. Þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir munu þá… Meira »

Bandarískt samfélag klofið í herðar niður

Fimmtudagur, 14. janúar 2021

Umræður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær um ákæru á hendur Trump , fráfarandi Bandaríkjaforseta, sýndu svo ekki verður um villzt, að bandarískt samfélag er klofið í herðar niður . Hið sama á við um flokk repúblikana vegna þess að ljóst er orðið að nokkrir lykilmenn í þeim flokki eru fylgjandi því að ákæra fráfarandi forseta fyrir að hafa ýtt undir aðsúg að þinghúsinu fyrir skömmu með það að… Meira »

Kosningabaráttan: Verður endurskoðun EES-samnings til umræðu?

Miðvikudagur, 13. janúar 2021

Í Noregi , eins og hér, er kosningabarátta framundan. Þar verður líka kosið í september eins og hér. Þar eru nú hafnar miklar umræður um endurskoðun EES-samningsins m.a. í ljósi þess að því er haldið fram í Noregi að útgöngusamningur Breta úr ESB sé mun hagstæðari heldur en EES-samningurinn . Það er því eðlilegt að spyrja, hvort hið sama muni gerast hér, þ.e. að endurskoðun EES-samningsins verði… Meira »

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.