Hausmynd

Meistarar í afneitun? - Sérfrćđingar í ađ stinga höfđinu í sandinn?

Laugardagur, 18. maí 2019

Á vef Daily Telegraph er ađ finna umfjöllun um stöđu Theresu May, forsćtisráđherra Bretlands, ţegar hér er komiđ sögu. Henni er lýst sem meistara afneitunar og sérfrćđingi í ađ stinga höfđinu í sandinn. Allt vegna ţess ađ henni hefur til ţessa tekizt ađ komast hjá afsögn vegna BREXIT.

Ţessi lýsing vekur upp spurningu um ţađ, hvort hér sé komin skýring á háttsemi ţingmanna stjórnarflokkanna ţriggja vegna orkupakka 3.

Ţeir neiti ađ horfast í augu viđ raunverulegt efni pakkans og stingi í ţess stađ höfđinu í sandinn.

Ţess vegna hafi ţeir ekki veitt ţví athygli ađ helmingur ţjóđarinnar er ţví andvígur ađ Alţingi samţykki pakkann og stórir hópar ţeirra eigin flokksmanna sömuleiđis.

Kannski er ţetta skýringin á ţví ađ ţeir ćtli ađ samţykkja pakkann.

Ţađ vćri alla vega hyggilegt fyrir ţá ađ fylgjast vel međ pólitískum örlögum Theresu May nćstu vikur.

 


Af hverju vilja íslenzkir alţingismenn afhenda ESB yfirráđ yfir orku fallvatnanna?

Föstudagur, 17. maí 2019

Umrćđurnar um orkupakka 3 hafa of mikiđ snúizt um tćknileg atriđi og lögfrćđileg álitamál en of lítiđ um grundvallaratriđi málsins, sem er ţetta: Um leiđ og Alţingi hefur samţykkt ţingsályktunartillögu ţá, sem til umrćđu er, hefur fyrsta skrefiđ veriđ stigiđ til ţess ađ afhenda Evrópusambandinu yfirráđ yfir orku fallvatnanna á Íslandi. Ţetta er óumdeilt . Ţingmenn segja: já, en ţađ gerist ekki… Meira »

Jón Steinar: "Ríkiđ í ríkinu" - "óttast" ráđherrar "ţetta heimaríka fólk"?

Fimmtudagur, 16. maí 2019

Jón Steinar Gunnlaugsson , hćstaréttarlögmađur og fyrrum dómari viđ Hćstarétt Íslands , skrifar merka grein í Morgunblađiđ í dag. Ţar segir m.a.: "Í starfi mínu sem lögmađur hef ég komizt ađ raun um ađ í landinu hafa starfandi embćttismenn í stjórnarráđinu og ýmsum öđrum stofnunum ríkisins miklu meiri völd en stjórnskipun okkar gerir ráđ fyrir." Hann segir ađ ţessi hópur sé "eins konar ríki í… Meira »

Hćttulegt fyrir flokka ađ missa tengslin viđ uppruna og umhverfi

Miđvikudagur, 15. maí 2019

Daily Telegraph segir í forystugrein í dag, ađ Íhaldsflokkurinn hafi búiđ til tómarúm í kringum sig, sem hinn nýi BREXIT -flokkur Nigel Farage hafi fyllt og sé skýringin á uppgangi hans í ađdraganda kosninga til Evrópuţingsins og hruni Íhaldsflokksins í skođanakönnunum vegna ţeirra kosninga.  Hér á Íslandi höfum viđ séđ arftaka Alţýđuflokks og Alţýđubandalags (áđur Sameiningarflokks alţýđu -… Meira »

Alţingi: Skynsamleg tillaga um könnun á viđhorfi fólks í öđrum löndum til hvaladráps

Ţriđjudagur, 14. maí 2019

Í gćr lagđi Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir , formađur Viđreisnar fram á Alţingi , ásamt nokkrum öđrum ţingmönnum eigin flokks, Samfylkingar og Pírata , ţingsályktunartillögu um ađ kannađ verđi viđhorf fólks í Ţýzkalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kanada og Bandaríkjunum til áframhaldandi hvalveiđa viđ Ísland . Markmiđiđ er ađ kanna hvađa áhrif hvalveiđar kunni ađ hafa á sölu annarra afurđa frá… Meira »

Spenna á milli Ţýzkalands og Frakklands

Mánudagur, 13. maí 2019

Eitt af ţví athyglisverđasta, sem fram kom í fyrirlestri Mervyn King , fyrrum bankastjóra Englandsbanka í Hátíđasal HÍ í síđustu viku, voru ţau ummćli hans ađ spenna ríkti á milli Ţýzkalands og Frakklands um sameiningarţróun Evrópu. Skýringin er ađ verulegu leyti sú, ađ Frakkar vilja ganga lengra en Ţjóđverjar í ađ taka upp sameiginlega fjárlagastefnu á evrusvćđinu, sem Ţjóđverjar líta á sem… Meira »

Loftslagsbreytingar: Forvitnilegar hugmyndir um ţegnskyldu

Mánudagur, 13. maí 2019

Í öđrum löndum eru farnar ađ skjóta upp kollinum hugmyndir um hvernig almennir borgarar geti lagt sitt af mörkum til ađ draga úr loftslagsbreytingum. Í brezka sunnudagsblađinu Observer (gefiđ út af útgáfufélagi Guardian ) birtist í gćr grein eftir einn af dálkahöfundum blađsins, Kevin McKenna , ţar sem hann setur fram tillögur um ţetta efni ađ ţví er Skotland varđar. Hann telur ađ Nicola Sturgeon … Meira »

Danmörk: Stefnubreyting jafnađarmanna í málum innflytjenda vekur athygli

Sunnudagur, 12. maí 2019

Ţingkosningar eru framundan í Danmörku hinn 5. júní n.k. og skođanakannanir benda til ađ Mette Frederiksen , leiđtogi danskra sósíaldemókrata verđi nćsti forsćtisráđherra Danmerkur . Samkvćmt grein, sem birtist á vefsíđu Guardian er ţetta árangur af stefnubreytingu jafnađarmanna undir nýrri forystu, sem hafi fćrt stefnuna í efnahagsmálum til vinstri en í málefnum innflytjenda til hćgri. Í nýrri… Meira »

Fréttablađiđ: Tortryggnialda í garđ lýđrćđis?

Sunnudagur, 12. maí 2019

Í Fréttablađinu í gćr var ađ finna áhugaverđa umfjöllun um tortryggni í íslenzku samfélagi. Tilefniđ er könnun sem MMR gerđi fyrr á ţessu ári um ađ hverju áhyggjur Íslendinga beinast helzt um ţessar mundir en niđurstađa hennar var sú, ađ ţćr snúist mest um spillingu í fjármálum og stjórnmálum . Ţar eru Suđur-Afríka og Rússland mun hćrri á lista yfir 28 lönd en viđ en Ísland fylgir fast á eftir… Meira »

Starfsemi Hugarafls tryggđ - flutt í ný húsakynni

Sunnudagur, 12. maí 2019

Ţađ var skemmtilegt ađ fylgjast međ ţví kraftmikla andrúmslofti , sem ríkti í nýjum húsakynnum Hugarafls í Lágmúla 9, ţegar ţví var fagnađ, í fyrradag, föstudag, ađ starfsemi ţessara grasrótarsamtaka í ţágu ţeirra, sem eiga viđ margvíslega andlega vanlíđan ađ stríđa hefđi veriđ tryggđ . Ţar átti Ásmundur Einar Dađason , félags- og barnamálaráđherra, mestan hlut ađ máli af hálfu stjórnvalda, eins… Meira »

Úr ýmsum áttum

Laugardagsgrein um endurnýjun sjálfstćđisstefnunnar

Í laugardagsgrein minni í Morgunblađinu í dag eru settar fram hugmyndir um endurnýjun sjálfstćđisstefnunnar í tilefni af 90 ára afmćli Sjálfstćđisflokksins, sem er í dag. [...]

Lesa meira

5775 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 13. til 19. maí voru 5775 skv. mćlingum Google.

Pólverjar krefjast gífurlegra stríđsskađabóta af Ţjóđverjum

Ţýzka fréttastofan Deutsche-Welle, segir ađ krafa Pólverja um stríđsskađabćtur úr hendi Ţjóđverja vegna heimsstyrjaldarinnar síđari (og áđur hefur veriđ fjallađ um hér) nemi um einni trilljón evra.

Fréttastofan segir nýja áherzlu á ţetta mál tengjast

Lesa meira

6020 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 6. maí til 12. maí voru 6020 skv. mćlingum Google.