Hausmynd

Hugsjónir Eykons á dagskrá á ný

Föstudagur, 8. janúar 2021

Það er ánægjulegt að sjá í Morgunblaðinu í dag að hugsjónir Eyjólfs Konráðs Jónssonar, fyrrum alþingismanns og ritstjóra Morgunblaðsins eru komnar á dagskrá á ný.

Í grein eftir Sigríði Andersen, alþingismann og fyrrum ráðherra, um fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka segir þingmaðurinn m.a.:

"Þótt sala á 25% hlut í Íslandsbanka sé gott skref þá er ekki nógu langt gengið. Eignarhaldið allt þarf að komast frá ríkinu sem fyrst. Hlutafjárútboð er hins vegar ekki nauðsynlegt til þess arna. Nú er kominn tími til að hrinda í framkvæmd hugmynd, sem fyrst var viðruð fyrir mörgum áratugum. Að ríkið afhendi landsmönnum öllum jafnan hlut í bönkum til eignar. Ekki er betri leið til að dreifa eignarhaldi eins og margir telja mikilvægt og enginn verður sakaður um að afhenda hlutina "útvöldum".

Sigríður vitnar síðan í grein sinni í bók Eyjólfs Konráðs, Alþýða og athafnalíf, sem út kom fyrir rúmri hálfri öld og hvetur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að leggja fram frumvarp um afhendingu á drjúgum hluta í Íslandsbanka til landsmanna samhliða fyrirhuguðu hlutafjárútboði.

Það verður spennandi að fylgjast með því, hvaða undirtektir hugsjónir Eykons fá nú í Sjálfstæðisflokknum og á Alþingi.


Martröð bandarísku þjóðarinnar

Fimmtudagur, 7. janúar 2021

Forsetatíð Donalds Trumps er að breytast í martröð bandarísku þjóðarinnar, eins og sjá mátti í gær, þegar stuðningsmenn Trumps gerðu aðsúg að bandaríska þinghúsinu og tókst að tefja fyrir staðfestingu á kjöri Joe Biden , sem næsta forseta Bandaríkjanna . Það er ótrúlegt að fylgjast með atburðum af þessu tagi í forysturíki lýðræðis í heiminum en um leið sýna þeir atburðir hvað lýðræðið getur verið… Meira »

Morgunblaðið í dag: Raunsærra mat ferðaþjónustu á stöðu mála

Miðvikudagur, 6. janúar 2021

Í Morgunblaðinu í dag er að finna raunsærra mat talsmanna ferðaþjónustunnar á stöðu mála og líklega þróun á þessu ári en stundum áður. Þannig er m.a. haft eftir Kristófer Oliverssyni , formanni Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins : "Kristófer segir nýjustu tíðindi af dreifingu bóluefna á Íslandi ekki gefa tilefni til...bjartsýni. Það hafi ekki aðeins áhrif á… Meira »

Hvað segir fyrsta Gallup-könnun á kosningaári?

Þriðjudagur, 5. janúar 2021

Hvað segir fyrsta skoðanakönnun Gallup um fylgi flokka á nýju ári? Raunar er hún tekin á síðasta mánuði liðins ár en birt í upphafi nýs árs, þ.e. í gær, 4. janúar. Yfirleitt tapa stjórnarflokkar í könnunum og það á við um þessa könnun. Sá stjórnarflokkanna, sem tapar mestu fylgi miðað við þingkosningar 2017 er VG , sem skv. þessari könnun fengi nú 5,2 prósentustigum minna en í síðustu… Meira »

Veiran: Ástandið er ekki að batna í okkar heimshluta

Þriðjudagur, 5. janúar 2021

Því fer fjarri að ástandið vegna veirunnar sé að batna í okkar heimshlut a. Í Bandaríkjunum ríkir stjórnleysi og mun ríkja þar til nýr forseti tekur við. Þá bíður hans það verkefni að byrja í raun frá grunni að takast á við veiruna. Í gærkvöldi tilkynnti Boris Johnson , forsætisráðherra Breta , að fólk ætti að halda sig heima við fram í miðjan febrúar og að skólar yrðu lokaðir. Í dag er gert ráð… Meira »

Fjartæknin og grundvallarbreytingar á opinberu þjónustukerfi

Mánudagur, 4. janúar 2021

Hér var fyrr í dag fjallað um þá möguleika, sem fjartæknin opnar vegna fjarvinnu, fjarfunda og fjarnáms . En hún opnar líka tækifæri til grundvallarbreytinga á opinberum þjónustukerfum . Er t.d. nauðsynlegt að hafa svonefnda sýslumenn starfandi um allt land og það skrifstofuhald , sem því fylgir? Er nauðsynlegt að hafa skattstofur  um allt land með því skrifstofuhaldi , sem því fylgir? Og… Meira »

Fjarvinna - fjarfundir - fjarnám

Mánudagur, 4. janúar 2021

Ein af afleiðingum kórónuveirunnar er að allt í einu hafa  fjarvinna, fjarfundir og fjarnám orðið að veruleika. Frá því að tölvutæknin kom til sögunnar hefur verið ljóst að í mörgum tilvikum er hægt að stunda vinnu frá öðrum stað en því, sem við köllum "vinnustað" . Í því getur falizt mikill sparnaður vegna húsnæðiskostnaðar og kostnaðar við að fara á milli staða dag hvern. Fólk getur… Meira »

Öld Þýzkalands í Evrópu

Sunnudagur, 3. janúar 2021

Fyrri hluti 20. aldar var tímabil hörmunga fyrir þýzku þjóðina. Seinni hluta þeirrar aldar var hún að vinna úr þeim áföllum og hefur tekizt það vel. Nú má spyrja, í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu , hvort 21. öldin verði öld Þýzkalands í Evrópu á sama tíma og Bretar munu kljást við upplausn Hins sameinaða konungsveldis á Bretlandseyjum. Þýzkaland er öflugasta efnahagsveldið á meginlandi… Meira »

Skoðanalausir stjórnmálamenn - til hvers eru þeir?

Laugardagur, 2. janúar 2021

Áramót eru sá tími, þegar forystufólk í stjórnmálum lítur yfir farinn veg á liðnu ári og horfir fram á við . Það verður sífellt meira áberandi hvað lítið er um skoðanir hjá forystusveit kjörinna fulltrúa á samfélagsmálum en þeim mun meira af textum , sem byggjast á samsafni orða , sem erfitt er að sjá hvað þýða í raun.  Dæmi um hið síðastnefnda eru orðin "grænn" eða "grænar lausnir" .… Meira »

Bretar komnir úr ESB

Föstudagur, 1. janúar 2021

Í gærkvöldi varð loks að veruleika sú ákvörðun meirihluta brezkra kjósenda í lýðræðislegri kosningu árið 2016 , að Bretland skyldi ganga úr Evrópusambandinu .  Þetta hefur verið upplýsandi tími um eðli ESB vegna þess að engu hefur verið líkara en að andlitslausir skriffinnar í Brussel ætluðu að sjá til þess, að sú ákvörðun brezku þjóðarinnar kæmi aldrei til framkvæmda. Sú kennslustund í… Meira »

Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.