Það eru tæpir tveir áratugir liðnir frá einkavæðingu bankanna, sem hafði alvarlegri afleiðingar en nokkurn gat órað fyrir á þeim tíma. Þess vegna er ekki óeðlilegt að það gæti efasemda nú þegar umræður eru hafnar um nýja einkavæðingu. Þær efasemdir snúast fyrst og fremst um það, hvort nægilegar breytingar hafi verið gerðar á lagaumhverfi bankanna til að koma í veg fyrir, að leikurinn verði endurtekinn.
En þar að auki má velta því fyrir sér, hvort fyrirhuguð sala á hlut í Íslandsbanka geti verið pólitískt hættuspil og þá sérstaklega fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Vegna forystu flokksins fyrir einkavæðingu bankanna á sínum tíma má finna á meðal fólks efasemdir um að flokknum sé treystandi fyrir því, að hafa forystu um einkavæðingu banka á nýjan leik.
Og í ljósi þess, að þingkosningar eru í september er nokkuð ljóst að slíkar efasemdir geta orðið óþægilegur þáttur í kosningabaráttunni, jafnvel þótt salan hafi þá þegar farið fram. Það getur snúizt um það hverjir hafi orðið stærstu kaupendur og á hvaða verði hlutur í bankanum hafi verið seldur.
Ætli þessi þáttur málsins hafi komið til umræðu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins?
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.