Hausmynd

New York Times hvetur til brottfarar frá Afganistan: Snúast viðræður við Talíbana um "skipulega uppgjöf"?

Þriðjudagur, 5. febrúar 2019

Bandaríska dagblaðið New York Times hvetur í ritstjórnargrein í gær til brottfarar bandarískra hermanna frá Afganistan og þar með væntanlega allra hermanna, sem þar eru á vegum Atlantshafsbandalagsins. Það mundi sennilega þýða að endir yrði bundinn á allsherjarstríð á hendur hryðjuverkamönnum, sem staðið hefur frá því haustið 2001.

Blaðið segir að bandarískir hermenn taki nú þátt í slíkum aðgerðum í 80 löndum. Í lok þessa árs muni kostnaðurinn við þetta stríð (og þar með í Afganistan og Írak) nema um 5,9 trilljónum dollara. Nánast allt það fé hafi verið tekið að láni, sem þýði að við bætist vaxtakostnaður.

Um 2,7 milljónir Bandaríkjamanna hafi tekið þátt í þessu stríði. Um 7000 þeirra og um 8000 verktakar hafi fallið. Um 53700 hermenn hafi snúið heim særðir á líkama og enn fleiri á sálinni. Fleiri en ein milljón fái einhvers konar örorkubætur. Markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir frekara blóðabað innan Bandaríkjanna (9/11). En þótt engin sambærileg árás hafi verið gerð innan Bandaríkjanna frá þeim tíma hafi um 200 hryðjuverk verið framin af bandarískum ríkisborgurum, sem gengið hafi til liðs við hryðjuverkamenn.

Blaðið segir að 2011 hafi um 130 þúsund hermenn frá 50 löndum tekið þátt í aðgerðum gegn Talíbönum og við að byggja upp her Afgana. Nú séu um 16 þúsund hermenn frá Natóríkjum til staðar og af þeim séu 14 þúsund frá Bandaríkjunum.

Nú standi yfir viðræður á milli Talíbana og Bandaríkjamanna sem í raun snúizt um skipulega uppgjöf hins alþjóðlega hers. Viðurkenna verði að stríðið gegn hryðjuverkamönnum komi ekki í veg fyrir alþjóðleg hryðjuverk. Hópum hryðjuverkamanna hafi fjölgað á heimsvísu frá 2001.

Reynslan sýni að hryðjuverk séu aðferð en ekki óvinaher. Það sé hægt að koma í veg fyrir þau stundum - en ekki eyða þeim fyrir fullt og allt.

 

 


Frakkland og gulu vestin: Þjóðaratkvæðagreiðsla um grundvallarbreytingar?

Mánudagur, 4. febrúar 2019

Macron , Frakklandsforseti, íhugar nú að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í lok maí um grundvallarbreytingar á franskri stjórnskipan í kjölfarið á uppreisn "gulu vestanna" og þeirra umræðna, sem hann hefur staðið fyrir vítt og breitt um Frakkland að undanförnu. Meðal þeirra breytinga eru fækkun þingmanna og tímamörk á því hve lengi fólk getur setið á franska þinginu. Frá þessu segir politico.eu og… Meira »

Stefnubreyting í landsmálum til umræðu í kjarasamningum

Mánudagur, 4. febrúar 2019

Þ að sem af er virðast umræður um nýja kjarasamninga fremur hafa snúizt um stefnubreytingu í landsmálum , þ.e. í skattamálum og málum, sem varða ýmsar bótagreiðslur en um kaup og kjör. Það er svo sem ekkert nýtt en hefur sjaldan verið svo áberandi sem nú. Hvað segir þetta um stöðu Alþingis? Ef þörfin fyrir og rökin fyrir stefnubreytingu er svo rík og svo augljós, hvers vegna hafa þær umræður ekki… Meira »

Altinget: Verða loftslagsmálin næsta uppreisn æskunnar?

Sunnudagur, 3. febrúar 2019

Stúdentauppreisnir hafa verið algeng fyrirbæri í Evrópu og að hluta til í Bandaríkjunum síðustu 50-60 ár. Uppreisn ´68 kynslóðarinnar svonefndu er þeirra þekktust og kannski urðu langtíma áhrif hennar þau helzt að brjóta af samfélögum okkar gamla hlekki og fordóma. Í Bandaríkjunum hafði Víetnamstríðið djúpstæð áhrif á ungt fólk. Nú segir danska vefritið Altinget og hefur eftir fráfarandi… Meira »

Sala til erlendra banka: Hverjum treystum við?

Laugardagur, 2. febrúar 2019

Í umræðum að undanförnu hefur töluvert verið rætt um að æskilegt væri að erlendur banki eða bankar, kæmu að rekstri eins íslenzku bankanna, sem eignaraðilar. Jafnframt hefur verið bent á að áður hafi ekki verið mikil eftirspurn utanlands frá vegna smæðar markaðins hér. Hins vegar hefur nánast ekkert verið rætt um það, hvort íslenzka þjóðin mundi treysta hvaða erlendum banka sem er fyrir slíkri… Meira »

Gælur þingmanna og ráðherra við orkupakka 3 eru hættulegar sjálfstæði Íslands

Föstudagur, 1. febrúar 2019

Það verður augljósara með hverjum deginum, sem líður, að það er ákveðin lífshætta fólgin í því fyrir sjálfstæðar þjóðir að tengjast ESB , hvort sem er með aðild eða öðrum hætti. Bretland er skýrasta dæmið um þetta. Það fer ekki á milli mála, að Evrópusambandið hefur unnið að því að gera útgöngu eins erfiða fyrir Breta og kostur er. Í því sambandi hefur embættismannakerfið í Brussel spilað á… Meira »

Reuters: Vaxandi umræður um ójöfnuð í Bandaríkjunum - tillögur um70% tekjuskatt og eignaskatta

Fimmtudagur, 31. janúar 2019

Umræður um ójöfnuð eru vaxandi beggja vegna Atlantshafs en hafa vakið meiri athygli en áður vestan hafs vegna tillagna, sem tveir þingmenn demókrata hafa sett fram um aukna skattlagningu á hæstu tekjum og miklum eignum. Alexandria Ocasio-Cortez , fulltrúadeildarþingmaður, sem kornung náði kjöri í þingkosningum í Bandaríkjunum fyrir nokkrum mánuðum, hefur lagt til að tekjur yfir 10 milljónir… Meira »

Evrópuþingið: Stefnir í nýtt bandalag hægri manna

Miðvikudagur, 30. janúar 2019

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico fjallar í dag um viðleitni til þess að skapa nýtt og öflugra bandalag hægri manna á Evrópuþinginu , sem um leið yrði nýtt bandalag þeirra, sem hafa sterkar efasemdir um sameiningarþróun aðildarríkja ESB .  Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýzkaland , hinn nýi flokkur, sem hefur tekið sér stöðu til hægri við Kristilega… Meira »

Vandamál flokka ekki síður en einstaklinga

Miðvikudagur, 30. janúar 2019

Sú óáran , sem ríkir á Alþingi um þessar mundir er ekki bara vandamál einstaklinga heldur líka flokka . Bæði Miðflokkurinn og Flokkur fólksins hafa orðið fyrir áfalli vegna hins svonefnda Klausturmál. Miðflokkurinn var á töluverðri siglingu áður en málið kom upp og var að skapa sér stöðu til að verða Sjálfstæðisflokknum erfiður keppinautur á hægri kantinum. Það á eftir að koma í ljós, hvort honum… Meira »

Ný einkavæðing banka: Efasemdir meðal almennings

Þriðjudagur, 29. janúar 2019

Það má heyra víða, hvort sem er á stjórnmálafundum eða öðrum mannamótum, í fjölmiðlum eða tveggja manna tali, að fólk hefur verulegar efasemdir um að sjálfsagt sé að hefja nýja einkavæðingu banka og margir lýsa sömu sjónarmiðum og Oddný Harðardóttir í Silfri RÚV , að ríkið eigi alla vega að eiga einn banka í ljósi fenginnar reynslu. Þær röksemdir, sem sumir, sérstaklega talsmenn… Meira »

Úr ýmsum áttum

Má ekki hagræða í opinberum rekstri?

Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.

Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!

Lesa meira

5071 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.

München: Andrúmsloftið eins og í jarðarför

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.

Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og

Lesa meira

4078 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.