Bandaríska dagblaðið New York Times hvetur í ritstjórnargrein í gær til brottfarar bandarískra hermanna frá Afganistan og þar með væntanlega allra hermanna, sem þar eru á vegum Atlantshafsbandalagsins. Það mundi sennilega þýða að endir yrði bundinn á allsherjarstríð á hendur hryðjuverkamönnum, sem staðið hefur frá því haustið 2001.
Blaðið segir að bandarískir hermenn taki nú þátt í slíkum aðgerðum í 80 löndum. Í lok þessa árs muni kostnaðurinn við þetta stríð (og þar með í Afganistan og Írak) nema um 5,9 trilljónum dollara. Nánast allt það fé hafi verið tekið að láni, sem þýði að við bætist vaxtakostnaður.
Um 2,7 milljónir Bandaríkjamanna hafi tekið þátt í þessu stríði. Um 7000 þeirra og um 8000 verktakar hafi fallið. Um 53700 hermenn hafi snúið heim særðir á líkama og enn fleiri á sálinni. Fleiri en ein milljón fái einhvers konar örorkubætur. Markmiðið hafi verið að koma í veg fyrir frekara blóðabað innan Bandaríkjanna (9/11). En þótt engin sambærileg árás hafi verið gerð innan Bandaríkjanna frá þeim tíma hafi um 200 hryðjuverk verið framin af bandarískum ríkisborgurum, sem gengið hafi til liðs við hryðjuverkamenn.
Blaðið segir að 2011 hafi um 130 þúsund hermenn frá 50 löndum tekið þátt í aðgerðum gegn Talíbönum og við að byggja upp her Afgana. Nú séu um 16 þúsund hermenn frá Natóríkjum til staðar og af þeim séu 14 þúsund frá Bandaríkjunum.
Nú standi yfir viðræður á milli Talíbana og Bandaríkjamanna sem í raun snúizt um skipulega uppgjöf hins alþjóðlega hers. Viðurkenna verði að stríðið gegn hryðjuverkamönnum komi ekki í veg fyrir alþjóðleg hryðjuverk. Hópum hryðjuverkamanna hafi fjölgað á heimsvísu frá 2001.
Reynslan sýni að hryðjuverk séu aðferð en ekki óvinaher. Það sé hægt að koma í veg fyrir þau stundum - en ekki eyða þeim fyrir fullt og allt.
Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.
Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!
Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.
Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.
Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og
Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.