Bókin kom út haustið 2011. Hún er eins konar fjölskylduverk og hefst á aðfararorðum eiginkonu höfundar, Sigrúnar Finnbogadóttur. Í eftirmála er birt erindi sem eldri dóttir höfundar, Hulda Dóra Styrmisdóttir, flutti á málþingi geðsviðs Landspítalans vorið 2010 um reynslu sína sem dóttir móður, sem átti við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða í aldarfjórðung. Káputeikning af Sigrúnu Finnbogadóttur er gerð af yngri dóttur hennar og höfundar, Hönnu Guðrúnu Styrmisdóttur.
Í inngangi bókarinnar segir:
„Það hafa margir orðið fyrir þungum áföllum vegna geðsjúkdóma og því miður eiga margir eftir að verða fyrir þeim. Ef þessi saga hjálpar einhverjum þeirra að takast á við þetta erfiða líf er til einhvers unnið.
Það á ekki sízt við um þann þátt málsins, sem snýr að börnum, þegar annað foreldri verður veikt á geði...Þegar öllu er á botninn hvolft er vonin um að bókin geti orðið framlag til þess að málefni þeirra barna verði tekin fastari tökum kannski umfram allt annað ástæðan fyrir því að þessi bók kemur út.“
Útgefandi er Veröld.
Vorið 2020 hafði fyrsta útgáfa Ómunatíðar selst í 2817 eintökum.
Samkvæmt heimasíðu Veraldar er bókin uppseld hjá bókaforlaginu.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.