Bókin kom út haustið 2012. Hún er umfjöllun um þau miklu innri átök, sem hófust innan Sjálfstæðisflokksins eftir láta Bjarna Benediktssonar 10. júlí 1970 og stóðu með vaxandi þunga á annan áratug. Í formála bókarinnar segir:
„Þessi bók átti að verða til fyrir tveimur áratugum. Af því varð ekki vegna anna. Ég hafði þá og hef enn þörf fyrir að fjalla um átökin í Sjálfstæðisflokknum frá láti Bjarna Benediktssonar 10. júlí 1070 og fram til ársloka 1985 og raunar lengur út frá sjónarhóli okkar stuðningsmanna Geirs Hallgrímssonar. Ég tel að því afreki sem hann vann við að halda Sjálfstæðisflokknum saman á þeim árum hafi ekki verið gerð fullnægjandi skil. Þessi bók er tilraun til þess.“
Bókin byggir að verulegum leyti á minnisblöðum um samtöl höfundar við ýmsa trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins á því árabili, sem hún nær til.
Útgefandi er Veröld.
Vorið 2020 hafði bókin selst í 1522 eintökum.
Samkvæmt heimasíðu Veraldar er bókin uppseld hjá bókaforlaginu.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.