Hausmynd

Útvarpsţáttur vekur upp spurningar um tengsl Íslendinga og Ţjóđverja á stríđsárunum

Mánudagur, 25. maí 2015

Á Rás 1 hjá RÚV var í gćr sendur út athyglisverđur ţáttur um íslenzka nazista og Íslendinga, sem voru sendir í fangelsi nazista í heimsstyrjöldinni síđari. Ţátturinn snerist fyrst og fremst um Leif Muller og örlög hans en fleiri komu viđ sögu, svo sem Ólafur Pétursson o.fl. Ţetta var vandađur ţáttur og upplýsandi, sem Kári Gylfason hafđi umsjón međ.

Ég man vel eftir Leifi Muller og verzlun hans og fjölskyldu hans í Austurstrćti. Raunar vakti hann og verzlunin sérstaka forvitni mína á barns- og unglingsárum og ég gerđi mér upp erindi til ţess ađ fara ţar inn (oftar en einu sinni) og sjá ţennan mann, sem ég hafđi heyrt umtal um. Ástćđan var ćskuumhverfi mitt, sem ég hef sagt frá í bók minni Í Köldu stríđi-Barátta og vinátta á átakatímum, sem út kom seint á síđasta ári, ţ.e. ađ nokkrir međlimir fjölskyldu minnar voru hallir undir málstađ Ţjóđverja í stríđinu og virkir í Flokki Ţjóđernissinna hér. Heimsóknir mínar í ţessa verzlun hafa sennilega veriđ ţáttur í fyrstu tilraunum mínum til ađ losna undan ţeim áhrifum.

Ástćđan fyrir ţví ađ ég geri ţennan ţátt ađ umtalsefni er sú ađ hann hlýtur ađ vekja upp spurningar um, hvers vegna svo lítiđ er vitađ um samskipti Íslendinga og Ţjóđverja á dögum Ţriđja ríkisins, og í hverju stjórnmálastarfsemi ţjóđernissinna hér var fólgin og hver helztu stefnumál ţeirra voru. Voru t.d. tengsl á milli Flokks ţjóđernissinna hér og Flokks ţjóđernis-sósíalista í Ţýzkalandi? Og hafi svo veriđ hvađa einstaklingar áttu ţar hlut ađ máli? Slík tengsl voru á milli Kommúnistaflokksins hér og síđar Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokks Sovétríkjanna.

Hafđi ţýzki nazistaflokkurinn einhver afskipti af Flokki ţjóđernissinna hér og reyndi hann ađ nota hann í ţágu ţýzkra hagsmuna međ sama hćtti og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna augljóslega gerđi međ tengslum sínum hér?

Höfđu íslenzkir ţjóđernissinnar einhver sérstök tengsl viđ ţýzka sendiráđiđ hér?

Í fyrrnefndri bók birti ég texta, sem ég fann úr fórum Finnboga Rúts Valdimarssonar, sem líklegt er ađ hafi birtzt sem blađagrein á ţeim árum (eđa veriđ uppkast ađ slíkri grein) ţar sem fjallađ er um umrćđur á Alţingi um njósnir Ţjóđverja á Íslandi á stríđsárunum og árunum fyrir stríđ. Ţar segir m.a.:

"Ályktunin sem hćgt er ađ draga af hinum fáu nýstárlegu upplýsingum, sem fram komu í rćđum dómsmálaráđherrans á Alţingi er enn sem komiđ er ađeins sú, ađ ítarleg rannsókn ţarf ađ fara fram á öllum ţessum málum svo ađ ţađ verđi upplýst hvađa Ţjóđverjar voru handbendi nazista og hvort nokkrir Íslendingar hafi gert sig svo góđa í ţeirra augum ađ ţeir hafi taliđ ţá verđa ţess ađ nöfn ţeirra yrđu skráđ í spjaldskrám ţeirra yfir vini sína hjá dr. Gerlach í Reykjavík og síđar í Nurnberg."

Um ţessi málefni hafa nánast engar umrćđur fariđ fram í 70 ár!

Ţađ hefur veriđ fariđ međ stjórnmálastarfsemi hinna íslenzku ţjóđernisinna sem feimnismál og enginn virđist hafa haft áhuga á ţví ađ fara nánar ofan í tengsl manna hér á Íslandi viđ Ţýzkaland á ţessum árum.

Ţađ er kominn tími til ađ breyting verđi á. Viđ eigum hóp hćfra sagnfrćđinga. Einhverjir úr ţeim hópi eru áreiđanlega tilbúnir til ađ taka ađ sér svona verkefni. Ţađ verđur hvorki fjármagnađ af einkaađilum eđa bókaútgefendum.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráđherra, ćtti ađ beita sér fyrir ţví ađ fjármagn verđi lagt í rannsóknir á samskiptum Íslands og Ţýzkalands á árum Ţriđja ríkisins og stjórnmálastarfsemi hér sem tengdist ţeim eđa tengdist ţeim ekki svo og í rannsóknir á Íslandi í kalda stríđinu.

 

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mćlingum Google.

4433 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mćlingum Google.

4886 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mćlingum Google.

5133 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mćlingum Google.