Hausmynd

Grímuverđlaunin: Íslenzkt leikhús blómstrar

Miđvikudagur, 17. júní 2015

Ţađ var óneitanlega forvitnilegt ađ fylgjast međ afhendingu Grímuverđlaunanna í sjónvarpinu í gćrkvöldi. Sú dagskrá sýndi fyrst og fremst ađ íslenzkt leikhús stendur međ miklum blóma um ţessar mundir. Ćtli geti veriđ ađ leikhúsiđ sé sá ţáttur menningarlífs okkar, ţar sem mest grózka ríkir um ţessar mundir?

Og ţađ er alveg ljóst ađ sá kraftur, sem í leikhúsinu er snýst ekki bara um Ţjóđleikhúsiđ og Borgarleikhúsiđ. Ekki verđur betur séđ en ađ sjálfstćđir leikhópar sćki fram svo og listdansinn, sem telst til sviđslista.

Raunar hefur leikhússtarfsemi á Íslandi í tćp 120 ár stađiđ mjög djúpum rótum í samfélagi okkar. Í fjölmennum byggđum og fámennum hafa hópar áhugafólks um leikstarfsemi haldiđ uppi líflegri starfsemi á ţessu sviđi og vćri ástćđa til ađ skrásetja ţá sögu međ skipulegum hćtti. Og ţađ á reyndar líka viđ um einstaka skóla, ţar sem leikstarfsemi hefur blómstrađ á köflum.

Athyglisvert var ađ sjá vísbendingar um ađ listdansinn sé ađ ná sér á strik. Hér á Íslandi virđist hann sprottinn úr sama umhverfi og Leikfélag Reykjavíkur. Á heimasíđu Félags íslenskra listdansara segir:

"Óformlegra upphaf listdansins má rekja 100 ár aftur í tímann eđa til konungskomunnar áriđ 1907 en í fylgdarliđi konungs var herra Berthelsen, sem Stefanía Guđmundsdóttir og Árni Eiríksson höfđu fengiđ hingađ til ađ kenna dans."

Ţau Stefanía og Árni voru međal stofnenda Leikfélags Reykjavíkur í janúar 1897 en ţađ félag rekur Borgarleikhúsiđ.

Ţegar horft er til ţess krafts, sem nú einkennir íslenzkt leikhúslíf er gott ađ hafa í huga hvers konar ţrekvirki ţađ hefur veriđ í ţá daga ađ skapa grundvöll fyrir ţá menningarstarfsemi, sem nú stendur međ svo miklum blóma.

Ţar hefur augljóslega legiđ mikil ástríđa fyrir leikhúsinu ađ baki eins og reyndar má sjá á bréfaskiptum ţeirra tveggja, ţegar annađ ţeirra var á Íslandi en hitt í Kaupmannahöfn ađ kynna sér leikhússtarfsemi ţar.

 

 

 


Úr ýmsum áttum

Vond hugmynd

Ţađ er vond hugmynd, sem samţykkt hefur veriđ í borgarráđi Reykjavíkur ađ byggja sundlaug í miđjum Fossvogsdal

Sundlaug fylgja götur, bílastćđi og annađ ţví tengt.

Lesa meira

Valhöll: Breidd frambođslistans vekur athygli

Allmargir ţeirra, sem skipa efstu sćti á frambođslista Sjálfstćđisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor mćttu á fund Samtaka eldri sjálfstćđismanna í Valhöll í hádeginu í dag og kynntu sig.

Ţađ sem vakti einna mesta athygli var breidd

Lesa meira

4754 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 12.marz til 18. marz voru 4754 skv. mćlingum Google.

Grimaud var upplifun - Hvenćr kemur Argerich?

Ţađ var stórkostleg upplifun ađ hlusta á Helen Grimaud í Hörpu í kvöld.

Og um leiđ vaknar ţessi spurning:

Hvenćr kemur Martha Argerich?