Hausmynd

Varnir Íslands í Vísi 1962

Föstudagur, 6. maí 2016

Hinn 7.marz 1962, fyrir 54 árum, birti dagblađiđ Vísir grein eftir Styrmi Gunnarsson, stud. jur (nú umsjónarmann ţessarar síđu), sem bar fyrirsögnina Varnir Íslands. Greinin var svohljóđandi:

"Varnarliđiđ á Keflavíkurflugvelli gegnir tvíţćttu hlutverki. Annars vegar er ţví ćtlađ ađ verja land og ţjóđ ef til árásar kemur, hins vegar er ţađ mikilvćgur hlekkur í ţeim vörnum, sem frjálsar ţjóđir heims hafa komiđ sér upp til varnar ágengni og yfirgangi sovézkrar heimsvaldastefnu. Ţetta tvennt er ađ sjálfsögđu samtvinnađ, ţví ađ ćtla má ađ árás á Ísland yrđi ađeins einn ţáttur víđtćkrar árásar Sovétríkjanna á allan hinn frjálsa heim.

Baráttan sem háđ er í heiminum í dag stendur um ţađ, hvort okkur Íslendingum sem öđrum ţjóđum heims megi takast ađ varđveita ţađ ţjóđskipulag, sem manninum hefur tekizt ađ skapa fullkomnast. Og baráttan stendur líka um ţađ hvort ţćr hundruđir milljóna manna um allan heim sem hnepptar hafa veriđ í fjötra ţrćlkunar og kúgunar megi nokkru sinni lifa viđ frelsi á ný. Hlutleysi í slíkum átökum sem ţessum er óhugsandi. Sjálfsvirđing einstaklings og sćmd ţjóđar krefst ţess ađ skýlaus afstađa sé tekin svo ađ kúgunaröflin verđi niđur kveđin. Ţess vegna hljótum viđ Íslendingar ađ skipa okkur af fullri einurđ í fylkingu frjálsra ţjóđa til baráttu gegn kommúnískum imperíalisma. Ţess vegna er ţađ skýlaus skylda okkar ađ leggja varnarsamtökum frjálsra ţjóđa allt ţađ liđ, sem viđ megum og láta ekki smávćgilega erfiđleika vaxa okkur í augum. Okkar byrđi er lítil á viđ annarra.

Árásarlöngun hins alţjóđlega kommúnisma verđur ekki haldiđ í skefjum, nema međ ţví ađ frjálsar ţjóđir haldi jafnan uppi styrkustu vörnum, sem hugsanlegar eru á hverjum tíma. Hernađarlegt mikilvćgi Íslands er óumdeilt og varnarstöđ á Íslandi er nauđsynleg til varnar lýđrćđi og frelsi ţjóđanna. Íslenzkri ţjóđ er ţađ sćmdarauki ađ taka ţó svo mikinn ţátt, sem raun ber vitni í vörn ţeirra hugsjóna sem frjálsbornum mönnum eru dýrmćtastar. Til ţess starfa eiga Íslendingar ađ ganga af fúsum hug, enda er ţađ jafnvel engri ţjóđ í veröldinni jafn mikilvćgt og okkur ađ heimsveldismetnađur hins kommúníska einrćđis í austri verđi kveđinn niđur og friđur og frelsi megi ríkja í heiminum."

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

Sjálfstćđisflokkur: Miđstjórnarfundi frestađ

Miđstjórnarfundi Sjálfstćđisflokksins, sem vera átti í dag, ţar sem m.a. átti ađ taka til umfjöllunar ósk hóps flokksmanna um samţykki viđ stofnun Félags sjálfstćđismanna um fullveldismál, hefur veriđ frestađ vegna anna í ţinginu.

Ekki er ljóst hvenćr fundur verđur bođađur á ný. [...]

Lesa meira

Tíđindalítil Gallupkönnun

Gallup-könnun um fylgi flokkanna, sem sagt var frá í RÚV í kvöld, mánudagskvöld, var tíđindalítil.

En hún stađfestir ţó enn einu sinni ađ Sjálfstćđisflokkurinn er ađ berjast viđ ađ halda sér rétt fyrir ofan 20% fylgi.

Lesa meira

5213 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 25. nóvember til 1. desember voru 5213 skv. mćlingum Google.

5403 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 18. nóvember til 24. nóvember voru 5403 skv. mćlingum Google.