Hausmynd

Varnir Íslands í Vísi 1962

Föstudagur, 6. maí 2016

Hinn 7.marz 1962, fyrir 54 árum, birti dagblaðið Vísir grein eftir Styrmi Gunnarsson, stud. jur (nú umsjónarmann þessarar síðu), sem bar fyrirsögnina Varnir Íslands. Greinin var svohljóðandi:

"Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli gegnir tvíþættu hlutverki. Annars vegar er því ætlað að verja land og þjóð ef til árásar kemur, hins vegar er það mikilvægur hlekkur í þeim vörnum, sem frjálsar þjóðir heims hafa komið sér upp til varnar ágengni og yfirgangi sovézkrar heimsvaldastefnu. Þetta tvennt er að sjálfsögðu samtvinnað, því að ætla má að árás á Ísland yrði aðeins einn þáttur víðtækrar árásar Sovétríkjanna á allan hinn frjálsa heim.

Baráttan sem háð er í heiminum í dag stendur um það, hvort okkur Íslendingum sem öðrum þjóðum heims megi takast að varðveita það þjóðskipulag, sem manninum hefur tekizt að skapa fullkomnast. Og baráttan stendur líka um það hvort þær hundruðir milljóna manna um allan heim sem hnepptar hafa verið í fjötra þrælkunar og kúgunar megi nokkru sinni lifa við frelsi á ný. Hlutleysi í slíkum átökum sem þessum er óhugsandi. Sjálfsvirðing einstaklings og sæmd þjóðar krefst þess að skýlaus afstaða sé tekin svo að kúgunaröflin verði niður kveðin. Þess vegna hljótum við Íslendingar að skipa okkur af fullri einurð í fylkingu frjálsra þjóða til baráttu gegn kommúnískum imperíalisma. Þess vegna er það skýlaus skylda okkar að leggja varnarsamtökum frjálsra þjóða allt það lið, sem við megum og láta ekki smávægilega erfiðleika vaxa okkur í augum. Okkar byrði er lítil á við annarra.

Árásarlöngun hins alþjóðlega kommúnisma verður ekki haldið í skefjum, nema með því að frjálsar þjóðir haldi jafnan uppi styrkustu vörnum, sem hugsanlegar eru á hverjum tíma. Hernaðarlegt mikilvægi Íslands er óumdeilt og varnarstöð á Íslandi er nauðsynleg til varnar lýðræði og frelsi þjóðanna. Íslenzkri þjóð er það sæmdarauki að taka þó svo mikinn þátt, sem raun ber vitni í vörn þeirra hugsjóna sem frjálsbornum mönnum eru dýrmætastar. Til þess starfa eiga Íslendingar að ganga af fúsum hug, enda er það jafnvel engri þjóð í veröldinni jafn mikilvægt og okkur að heimsveldismetnaður hins kommúníska einræðis í austri verði kveðinn niður og friður og frelsi megi ríkja í heiminum."

 


Úr ýmsum áttum

Má ekki hagræða í opinberum rekstri?

Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.

Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!

Lesa meira

5071 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.

München: Andrúmsloftið eins og í jarðarför

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.

Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og

Lesa meira

4078 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.