Hausmynd

Upplýsingar liggja fyrir um tvo ţingmenn, sem heimilađ var ađ hlera

Föstudagur, 5. ágúst 2016

Á mbl.is, netútgáfu Morgunblađsins, er sagt frá ţví, ađ Ólöf Nordal,innanríkisráđherra, hafi birt svar viđ fyrirspurn frá Össuri Skarphéđinssyni, alţingismanni Samfylkingar, um veittar heimildir til símahlerana hjá alţingismönnum á árunum 1949-1968 vegna ýmissa atburđa, sem tengdust Atlantshafsbandalaginu. Jafnframt er tekiđ fram, ađ ekki sé tilgreint um hvađa ţingmenn sé ađ rćđa.

Af ţessu tilefni er rétt ađ taka fram, ađ í bók minni Í köldu stríđi- Barátta og vinátta á átakatímum, segi ég frá tveimur ţeirra ţingmanna, sem viđ sögu komu, ţ.e. Finnboga Rúti Valdimarssyni, alţingismanni Sameiningarflokks alţýđu-Sósíalistaflokks og síđar Alţýđubandalags og Ragnari Arnalds, ţingmanni Alţýđubandalags. Í bókinni segir á bls. 104:

"Međal ţeirra, sem fengu bréf frá Ţjóđskjalasafni voru Sigrún, eiginkona höfundar ţessarar bókar (innskot: sem nú er látin), og systir hennar Guđrún, einu eftirlifandi börn Finnboga Rúts Valdimarssonar.

Í bréfi ţví sem kona mín fékk frá Ţjóđskjalasafni Íslands, hinn 17. desember áriđ 2007 og fjallar um "uplýsingar í öryggismálasafni Ţjóđskjalasafns" segir:

"Komiđ hefur í ljós ađ upplýsingar um föđur yđar, Finnboga R. Valdimarsson, er ađ finna í gögnum öryggismálasafns. Viđ nána skođun á ţeim skjölum, sem varđa dómsúrskurđi er veittu stjórnvöldum heimildir til símahlerana á tímabilinu 1949-1968, er ljóst ađ 2. maí 1951 var veitt heimild til ađ hlera símanúmeriđ 4904, sem skráđ var á föđur yđar."

Dagsetningin vekur athygli. Heimild til hlerunar var veitt fimm dögum áđur en bandaríska varnarliđiđ kom hingađ til lands, sem var 7. maí 1951. Ţađ bendir til ađ slíkar heimildir hafi veriđ veittar vegna grunsemda um ađ viđkomandi einstaklingar gćtu gripiđ til ađgerđa, sem ógnuđu öryggi ríkisins en ekki vegna ţess ađ ţeir hafi ţá ţegar veriđ búnir ađ gefa tilefni til ţess, nema ţá međ málflutningi sínum.

Á milli okkar Finnboga Rúts fóru samtöl um símahleranir."

Í bók ţessari er einnig vitnađ til síđasta Reykjavíkurbréfs, sem ég skrifađi í Morgunblađiđ og birtist 1. júní 2008 ţar sem fjallađ var um símahleranir. Ţar sagđi m.a. á bls. 103:

"Ţeir Ólafur Thors og Einar Olgeirsson voru einkavinir. Bjarni Benediktsson og Finnbogi Rútur voru einkavinir frá ćskudögum. Einn ţeirra, sem urđu ađ ţola símahleranir var Ragnar Arnalds, ţá alţingismađur og formađur Alţýđubandalags. Svo vill til ađ á milli hans og núverandi ritstjóra Morgunblađsins er til stađar vinátta frá ćskudögum, sem bendir ţá til ađ hinn síđarnefndi hafi orđiđ ađ ţola ađ samtöl hans viđ Ragnar hafi veriđ hleruđ!"

Rétt er ađ taka fram, ađ ţegar kona mín heitin fékk umrćtt bréf í desember 2007 hafđi ég samband viđ Ţjóđskjalasafn og spurđist fyrir um hvort til vćru útskriftir af hleruđum símtölum Finnboga Rúts. Svo reyndist ekki vera.

Samkvćmt ţessu liggja fyrir opinberlega upplýsingar um nöfn tveggja ţeirra ţingmanna, sem innanríkisráđherra upplýsir nú ađ heimild hafi veriđ veitt til ađ hlera.

 

 

 

"


Úr ýmsum áttum

Innlit í síđustu viku 5272

Innlit á ţessa síđu vikuna 4. desember til 10. desember voru 5272 skv. mćlingum Google.

RÚV: Heilabilun - ađkallandi vandi

Í kvöldfréttum RÚV var fullyrt ađ Ísland hefđi enga stefnu í málum heilabilađra.

Ef rétt er verđur ađ taka strax til hendi.

Heilabilun er vaxandi vandamál í fjölskyldum og alveg ljóst ađ ţađ

Lesa meira

Gott framtak hjá ţingmanni Pírata

Jón Ţór Ólafsson, ţingmađur Pírata, hyggst óska eftir sérstakri umrćđu á Alţingi um stöđuna á vinnumarkađi og Kjararáđ.

Ţetta er gott framtak hjá ţingmanninum og tímabćrt.

Ţingiđ he

Lesa meira

5853 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. nóvember til 3. desember voru 5853 skv. mćlingum Google.