Hausmynd

Úr Laugarnesskóla í Víđistađaskóla 70 árum síđar

Mánudagur, 3. apríl 2017

Ţar sem ég sat í Víđistađaskóla í Hafnarfirđi í gćr, sunnudag, og horfđi á sýningu 10. bekkjar á söngleiknum Međ allt á hreinu? varđ mér hugsađ til leiklistarstarfsemi nemenda í Laugarnesskóla fyrir tćpum 70 árum undir stjórn Skeggja Ásbjarnarsonar, kennara.

Leikstarfsemi skipađi mjög áberandi sess í skólastarfi ţar á ţeim tíma og á nćstu áratugum mátti sjá áhrif ţeirra frćja, sem ţar var sáđ í hinum stóru leikhúsum höfuđborgarinnar. Brynja heitin Benediktsdóttir, leikstjóri, steig ţar sín fyrstu spor til ţess, sem varđ ćvistarf hennar en hún var í hópi ţeirra, sem beittu sér fyrir róttćkustu breytingum í íslenzku leikhúsi á sinni tíđ.

Ţar var á ferđ í aldursflokki kynslóđar okkar Brynju, Ragnar Arnalds, síđar alţingismađur og ráđherra, sem taldist ásamt Brynju ađalleikarinn í okkar hópi. Hann átti síđar eftir ađ skrifa leikrit, sem sett voru á sviđ, bćđi í Ţjóđleikhúsinu (m.a.undir leikstjórn Brynju) og í Iđnó á vegum Leikfélags Reykjavíkur

Í samanburđi viđ sýningu 10. bekkjar Víđistađaskóla á Međ allt á hreinu? var leiklistarstarfsemin í Laugarnesskóla byrjendastarfsemi kannski međ líkum hćtti og starfsemi ţeirra, sem stofnuđu Leikfélag Reykjavíkur 1897 hefur veriđ í samaburđi viđ starfsemi leikhúsanna nú.

Sýningin í Víđistađaskóla er borin uppi af tónlist, sem flutt er á stađnum. Um miđja síđustu öld var sú fćrni í tónlistarflutningi einfaldlega ekki til stađar hjá skólanemendum. Ţađ eitt og sér sýnir hvađ starfsemi tónlistarskólanna hefur skipt miklu máli.

Brynja sagđi einu sinni viđ mig, ađ kynslóđ okkar tveggja vćri "bćlda" kynslóđin. Ég hugsađi til ţessara orđa hennar, ţegar ég fylgdist međ ţví hvađ krakkarnir í Víđistađaskóla voru ótrúlega frjálsleg í fasi og full sjálfsöryggis á sviđinu.

Slíku sjálfsöryggi var ekki fyrir ađ fara hjá okkur sem vorum í leiknefnd Herranćtur í MR, ţegar viđ urđum ađ ýta formanni leiknefndar međ handafli fram fyrir tjaldiđ til ţess ađ ávarpa gesti á frumsýningu einn vetur.

Tćknin í bćđi hljóđi og ljósum í Víđistađaskóla var svo mál út af fyrir sig. Viđ hefđum ekki haft ímyndunarafl til ţess ađ láta okkur detta í hug ađ slík tćkni yrđi komin í skólaleikhús á nýrri öld.

Leiklistarstarfsemi í skólum er gífurlega mikilvćg. Ţar vaxa úr grasi listamenn framtíđarinnar.

 

 


Úr ýmsum áttum

"Sóknarfjárlög": Ofnotađ orđ?

Getur veriđ ađ ráđherrar og ţingmenn stjórnarflokkanna hafi ofnotađ orđiđ "sóknarfjárlög" í umrćđum um fjárlög nćsta árs?

Ţeir hafa endurtekiđ ţađ svo oft ađ ćtla mćtti ađ ţađ sé gert skv. ráđleggingum hagsmunavarđa.

Lesa meira

Skođanakönnun: Samfylking stćrst

Samkvćmt nýrri skođanakönnun Maskínu, sem gerđ var 30. nóvember til 3. desember mćlist Samfylking međ mest fylgi íslenzkra stjórnmálaflokka eđa 19,7%.

Nćstur í röđinni er Sjálfstćđisflokkur međ 19,3%.

Lesa meira

Frakkland: Macron fellur frá benzínskatti

Gríđarleg mótmćli í Frakklandi leiddu til ţess ađ ríkisstjórn landsins tilkynnti um frestun á benzínskatti um óákveđinn tíma.

Í gćrkvöldi, miđvikudagskvöld, tilkynnti Macron, ađ horfiđ yrđi frá ţessari skattlagningu um fyrirsjáanlega framtíđ.

Lesa meira

5250 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 19. nóvember til 25. nóvember voru 5250 skv. mćlingum Google.