Á vefsíðu Alþýðusambands Íslands er að finna texta, sem telja verður að lýsi skoðun samtakanna, þar sem hann er birtur án höfundarnafns. Þar er að finna skýringu á vaxandi ójöfnuði í heiminum sem er gjörólík þeirri, sem birtist í grein eftir alla forseta norrænna alþýðusambanda í Fréttablaðinu í síðustu viku en lýsir áþekkum sjónarmiðum á þessum vanda og fram kom í grein eftir umsjónarmann þessarar síðu í Morgunblaðinu í gær.
Í þessum texta á heimasíðu ASÍ segir m.a.:
"Hagvöxtur í heiminum hefur þrefaldast á síðustu 30 árum og alþjóðleg risafyrirtæki og undirverktakar þeirra stjórna um 60% af framleiðslu í heiminum....Í staðinn halda þau launum niðri, aðbúnaður verkafólks í verksmiðjum þeirra er í sumum tilfellum lífshættulegur og í mörgum tilvikum vita þau ekki eða vilja ekki vita hverjir framleiða íhluti í vörurnar þeirra. Á sama tíma hafa laun forstjóra stórfyrirtækja margfaldast og árið 2016 átti ríkasta 1% mannkyns meiri auð en hin 99% samanlagt."
Og ennfremur:
"Nú hefur Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) birt skýrslu með nöfnum 50 alþjóðlegra stórfyrirtækja sem þurfa að taka til í sínum ranni. Fyrirtæki sem byggja viðskiptamódel sitt á lágum launum, takmörkuðum réttindum og slæmum aðbúnaði...Og þetta eru ríkustu fyrirtæki í heimi sem ráða sjálf aðeins til sín 6% af sínu starfsfólki en 94% af starfsmönnunum er falið vinnuafl undirverktaka, oft á tíðum á smánarlaunum í þrælakistum."
Og loks segir í textanum til skýringar á myndum, sem fylgja með og lesendur ættu að skoða á asi.is:
"Hér sjáum við t.d. niðurbrotinn kostnað á peysu, sem kostar 29 evrur í vinsælli fataverzlun í Evrópu. Verzlunin fær langstærsta hluta verðsins í sinn vasa...áður en kemur að verkafólkinu, sem býr til vöruna en það fær aðeins 0,6% af verði hennar í sinn vasa. Það er ekkert eðlilegt við þetta."
Undir þau orð má taka.
Það er fagnaðarefni að Alþýðusamband Íslands hefur komið þessum upplýsingum á framfæri og vonandi endurspeglast þær í ríkara mæli á næstu mánuðum í málflutningi verkalýðshreyfingarinnar.
Kjörorð Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor hljómar kunnuglega. Það er Áfram Reykjavík.
Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum árið 1966 - fyrir 52 árum<
Það var ótrúlega áhrifamikil stund í Hörpu í gærkvöldi að hlusta á og fylgjast með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii, leika annan píanókonsert Chopins undir stjórn Ashkenazy.
Píanóleikarinn er b
Kaup Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur er við Brim á rúmlega þriðjungs hlut í HB Granda gera hann að einum áhrifamesta útgerðarmanni landsins ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni í Samherja.
Það má skilja ummæli sumra íslenzkra þingmanna um loftárásir þríveldanna á efnavopnamiðstöðvar í Sýrlandi á þann veg, að þeir telji að þessar árásir hafi átt að vera þáttur í að leysa deilurnar, sem hafa leitt til styrjaldar þar í landi.
Þetta er grundvallar misskilningur.