Hausmynd

Var ESB myndađ sem skjól fyrir fallin nýlenduveldi?

Laugardagur, 9. september 2017

Hin viđtekna söguskýring á tilkomu Evrópusambandsins er sú, ađ međ myndun ţess hafi ţjóđir á meginlandi Evrópu, sem öldum saman höfđu háđ stríđ sín í milli reynt ađ skapa varanlegan friđ međ ţví ađ tengjast sterkum og ţéttum hagsmunaböndum, međ ţeim hćtti ađ stríđsátök mundu bara skađa hagsmuni ţeirra.

Evrópusambandiđ vćri ţví eins konar friđarbandalag.

Í Minningarfyrirlestri Jóns Sigurđssonar, sem fluttur var í Háskóla Íslands í gćr fyrir trođfullu húsi var sett fram gjörólík en afar áhugaverđ kenning um ástćđur ţess ađ Evrópusambandiđ varđ til.

Fyrirlesturinn flutti ađ ţessu sinni prófessor í sagnfrćđi viđ Yale-háskóla, Timothy Snyder ađ nafni. Hann er sérfrćđingur í málefnum Miđ- og Austur-Evrópu og í Helförinni.

Ţađ mátti skilja prófessorinn á ţann veg, ađ Evrópusambandiđ vćri allt annađ.

Ţađ vćri viđleitni fallinna nýlenduvelda í Evrópu til ţess ađ skapa sér skjól - eđa vígstöđu - í breyttum heimi.

Megin niđurstađa heimsstyrjaldarinnar síđari hafi veriđ sú, ađ evrópsku heimsveldin, sem byggđu á nýlendum hér og ţar, hrundu. Markmiđ Ţýzkalands Hitlers í heimsstyrjöldinni síđari hafi veriđ ađ koma sér upp nýlendum á evrópska meginlandinu og ţá ekki sízt ađ ná yfirráđum yfir auđlindum á landsvćđum, sem á ţeim tíma tilheyrđu vesturhluta Sovétríkjanna.

Ţjóđverjum mistókst og gömlu nýlenduveldin, Frakkland, Belgía og Holland svo og Bretland hrundu. 

Evrópusambandiđ sé ţeirra sameiginlega skjól, ţau snúi bökum saman ţar til ađ mćta hinum nýju veldum, sem rísa upp í Asíu, Afríku og Suđur-Ameríku.

Ţetta er mjög forvitnileg kenning og ţađ má fćra margvísleg rök fyrir ţví, ađ hún sé rétt.

Međ myndun 500 milljóna manna ríkjabandalags í Evrópu, séu ríki, sem áđur stjórnuđu heiminum ađ skapa sér vígstöđu sem ţau hefđu ekki ein og sér.

Fallist menn á ţessa kenningu eru komin enn ein rök fyrir ţví ađ Ísland eigi ekki ađ ganga í Evrópusambandiđ.

Af hverju ćttum viđ ađ fela okkur undir pilsfaldi ţeirra ţjóđa, sem urđu auđugar á ţví ađ arđrćna ađrar jóđir í krafti hervalds og ţar á međal međ ţví ađ sćkja sér fisk viđ Íslands strendur, sem undir lokin var gert í skjóli hervalds?

 


Úr ýmsum áttum

Stjórnarmyndun: Verđur ađildarumsóknin dregin formlega til baka?

Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ ţví, hvort fjallađ verđur um ađildarumsókn Íslands ađ Evrópusambandinu í vćntanlegum stjórnarsáttmála flokkanna ţriggja sem nú rćđa stjórnarmyndun.

Spurningin er ţessi:

Verđur ţví lýst yfir í ţeim

Lesa meira

Innlit í síđustu viku 7469

Innlit á ţessa síđu vikuna 13.nóvember til 19. nóvember sl.voru 7469 skv. mćlingum Google.

Hik á VG?

Einhverjir ţeirra, sem hlustuđu á Katrínu Jakobsdóttur í hádegisfréttum RÚV eđa í Vikulokunum fyrir hádegi velta ţví fyrir sér, hvort hik sé komiđ á VG í viđrćđum viđ Sjálfstćđisflokk og Framsóknarflokk.

Lesa meira

VG/Samfylking: Breyttur tónn

Á undanförnum vikum og mánuđum hefur virtzt vera mikil samstađa milli Vinstri grćnna og Samfylkingar.

Nú má finna breyttan tón í samskiptum ţessara flokka.

VG kannađi möguleika á ađ fá Sa

Lesa meira