Í laugardagsgrein minni í Morgunblaðinu í dag er með tilvísun í "MeToo"-byltinguna fjallað um hvort hægt sé að breyta samskiptaháttum fólks í íslenzku samfélagi til betri vegar með því að tala opið um það sem betur mætti fara.
Það virðist vera að gerast í Þýzkalandi þessa dagana.
Þegar tilkynnt var um samkomulag Kristilegra demókrata og systurflokks þeirra í Bæjaralandi og jafnaðarmanna (SPD) um stjórnarmyndun var gengið út frá því, að Martin Schulz,leiðtogi jafnaðarmanna mundi taka við embætti utanríkisráðherra.
Nú hefur hann tilkynnt að hann muni ekki taka sæti í ríkisstjórn.
Í fyrradag, fimmtudag, gaf Sigmar Gabriel, núverandi utanríkisráðherra til kynna í blaðaviðtali að í þeim áformum Schulz fælust svikin loforð. Hann sagði (skv. Guardian): "Það sem eftir stendur er leiði yfir því virðingarleysi, sem einkennir samskipti okkar og hvað gefin fyrirheit skipta litlu máli...Ég kem of mikið úr heimi, þar sem fólk lítur ekki til hliðar heldur horfir beint í augu annars og segir satt. Það virðist ekki lengur í tízku."
Í gærmorgun kom í ljós að Schulz stendur frammi fyrir uppreisn í eigin flokki og að ein flokksdeild SPD hafi sett honum úrslitakosti.
Það væri til bóta að slíkt gerðist í fleiri löndum og fleiri flokkum.
Kjörorð Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor hljómar kunnuglega. Það er Áfram Reykjavík.
Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum árið 1966 - fyrir 52 árum<
Það var ótrúlega áhrifamikil stund í Hörpu í gærkvöldi að hlusta á og fylgjast með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii, leika annan píanókonsert Chopins undir stjórn Ashkenazy.
Píanóleikarinn er b
Kaup Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur er við Brim á rúmlega þriðjungs hlut í HB Granda gera hann að einum áhrifamesta útgerðarmanni landsins ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni í Samherja.
Það má skilja ummæli sumra íslenzkra þingmanna um loftárásir þríveldanna á efnavopnamiðstöðvar í Sýrlandi á þann veg, að þeir telji að þessar árásir hafi átt að vera þáttur í að leysa deilurnar, sem hafa leitt til styrjaldar þar í landi.
Þetta er grundvallar misskilningur.