Hausmynd

Ţýzkaland: Grasrót SPD rís upp gegn óheilindum innan flokks

Laugardagur, 10. febrúar 2018

Í laugardagsgrein minni í Morgunblađinu í dag er međ tilvísun í "MeToo"-byltinguna fjallađ um hvort hćgt sé ađ breyta samskiptaháttum fólks í íslenzku samfélagi til betri vegar međ ţví ađ tala opiđ um ţađ sem betur mćtti fara.

Ţađ virđist vera ađ gerast í Ţýzkalandi ţessa dagana.

Ţegar tilkynnt var um samkomulag Kristilegra demókrata og systurflokks ţeirra í Bćjaralandi og jafnađarmanna (SPD) um stjórnarmyndun var gengiđ út frá ţví, ađ Martin Schulz,leiđtogi jafnađarmanna mundi taka viđ embćtti utanríkisráđherra.

Nú hefur hann tilkynnt ađ hann muni ekki taka sćti í ríkisstjórn.

Í fyrradag, fimmtudag, gaf Sigmar Gabriel, núverandi utanríkisráđherra til kynna í blađaviđtali ađ í ţeim áformum Schulz fćlust svikin loforđ. Hann sagđi (skv. Guardian): "Ţađ sem eftir stendur er leiđi yfir ţví virđingarleysi, sem einkennir samskipti okkar og hvađ gefin fyrirheit skipta litlu máli...Ég kem of mikiđ úr heimi, ţar sem fólk lítur ekki til hliđar heldur horfir beint í augu annars og segir satt. Ţađ virđist ekki lengur í tízku."

Í gćrmorgun kom í ljós ađ Schulz stendur frammi fyrir uppreisn í eigin flokki og ađ ein flokksdeild SPD hafi sett honum úrslitakosti.

Ţađ vćri til bóta ađ slíkt gerđist í fleiri löndum og fleiri flokkum.

 


Úr ýmsum áttum

Kjörorđ Samfylkingar hljómar kunnuglega!

Kjörorđ Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor hljómar kunnuglega. Ţađ er Áfram Reykjavík.

Kjörorđ Sjálfstćđisflokksins í borgarstjórnarkosningum áriđ 1966 - fyrir 52 árum<

Lesa meira

Ótrúlega áhrifamikil stund í Hörpu

Ţađ var ótrúlega áhrifamikil stund í Hörpu í gćrkvöldi ađ hlusta á og fylgjast međ japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii, leika annan píanókonsert Chopins undir stjórn Ashkenazy.

Píanóleikarinn er b

Lesa meira

Áhrifamikill útgerđarmađur

Kaup Guđmundar Kristjánssonar, sem kenndur er viđ Brim á rúmlega ţriđjungs hlut í HB Granda gera hann ađ einum áhrifamesta útgerđarmanni landsins ásamt Ţorsteini Má Baldvinssyni í Samherja.

Misskilningur ţingmanna um Sýrland

Ţađ má skilja ummćli sumra íslenzkra ţingmanna um loftárásir ţríveldanna á efnavopnamiđstöđvar í Sýrlandi á ţann veg, ađ ţeir telji ađ ţessar árásir hafi átt ađ vera ţáttur í ađ leysa deilurnar, sem hafa leitt til styrjaldar ţar í landi.

Ţetta er grundvallar misskilningur.

Lesa meira