Hausmynd

Politico: Af hverju eru flokkar jafnađarmanna í Evrópu ađ deyja?

Föstudagur, 2. mars 2018

Á Evrópuútgáfu bandaríska vefritsins politico, birtist í dag grein, sem ber fyrirsögnina: Hver gerđi út af viđ jafnađarstefnuna í Evrópu?

Greinin hefst á ţeirri stađhćfingu ađ jafnađarstefnan í Evrópu sé ađ deyja. Bent er á ađ á undanförnum mánuđum hafi flokkar jafnađarmanna veriđ sviptir völdum í Tékklandi, Austurríki, Frakklandi og Hollandi.

Á sunnudag sé gert ráđ fyrir ađ flokkur jafnađarmanna á Ítalíu fari illa út úr kosningum. Ţađ mundi ţýđa ađ af 28 núverandi ađildarríkjum ESB vćru jafnađarmenn einungis viđ völd á Möltu, í Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu og Svíţjóđ.

Í Ţýzkalandi stríđi jafnađarmenn viđ auđmýkjandi afhrođ í síđustu ţingkosningum.

Bent er á ađ franski sósíalistaflokkurinn hafi fengiđ 6,4% fylgi í ţingkosningum á síđasta ári og ađ hinn gríski PASOK-flokkur hafi fengiđ 6% fylgi í síđustu kosningum í Grikklandi.

Í greininni er leitađ skýringa og minnt á Ţriđju leiđ Tony Blair og Gerhards Schröders, leiđtoga jafnađarmanna í Bretlandi og Ţýzkalandi á sínum tíma (og sérstaklega tekiđ fram ađ hinn síđarnefndi klćđist jafnan Armani-fötum). Ţeir hafi bođađ stefnu sem hafi gćlt viđ markađshyggju og ađrir jafnađarmannaflokkar í Evrópu hafi fylgt forystu ţeirra.

Ţađ átti reyndar viđ um Alţýđuflokkinn á ţeim tíma ađ einhverju leyti.

Sumir hafi hins vegar taliđ ţá stefnubreytingu svik en ekki endurnýjun.

Ţá bendir greinarhöfundur á ađ 1998 hafi SPD í Ţýzkalandi fengiđ meira en 40% atkvćđa en nú 20,5%. Hefđbundiđ fylgi SPD hafi leitađ yfir til Die Linke.(Flokkur lengst til vinstri).

Niđurstađa greinarhöfundar er ađ velgengni nútíma samfélaga sé ađ gera út af viđ jafnađarmannaflokka. Fyrrum kjósendum ţeirra hugnist ekki afstađa ţeirra til innflytjenda. Ţađ eigi ekki sízt viđ um láglaunafólk.

Margt í ţessari grein politico á viđ um Samfylkinguna hér á Íslandi.

Ţađ eru hins vegar litlar líkur á ađ ţessi vandi jafnađarmanna verđi til umrćđu á landsfundi flokksins í dag og á morgun.

Alla vega hafa ţeir ekki séđ ástćđu til ađ rćđa hann hingađ til. 


Úr ýmsum áttum

Vond hugmynd

Ţađ er vond hugmynd, sem samţykkt hefur veriđ í borgarráđi Reykjavíkur ađ byggja sundlaug í miđjum Fossvogsdal

Sundlaug fylgja götur, bílastćđi og annađ ţví tengt.

Lesa meira

Valhöll: Breidd frambođslistans vekur athygli

Allmargir ţeirra, sem skipa efstu sćti á frambođslista Sjálfstćđisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor mćttu á fund Samtaka eldri sjálfstćđismanna í Valhöll í hádeginu í dag og kynntu sig.

Ţađ sem vakti einna mesta athygli var breidd

Lesa meira

4754 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 12.marz til 18. marz voru 4754 skv. mćlingum Google.

Grimaud var upplifun - Hvenćr kemur Argerich?

Ţađ var stórkostleg upplifun ađ hlusta á Helen Grimaud í Hörpu í kvöld.

Og um leiđ vaknar ţessi spurning:

Hvenćr kemur Martha Argerich?