Það er ljóst af þeirri kosningastefnuskrá, sem frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar Reykjavíkur kynntu í gær, sunnudag, að þar fer hópur ungs fólks með hugmyndir.
Þau setja fram ákveðnar hugmyndir um framboð á nýjum byggingarlóðum og líka hugmyndir um aðgerðir í samgöngumálum en báðir þessir málaflokkar eru einna efst á baugi í umræðum um borgarmál.
Hugmyndir þeirra um að ný miðstöð í samgöngumálum verði á Kringlusvæðinu eru skemmtilegar og skynsamlegar og minna reyndar á hugmyndir, sem uppi voru í árdaga uppbyggingar á því svæði um nýjan miðbæ þar.
Fækkun borgarfulltrúa úr 23 í 15 er auðvitað sjálfsögð og merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli þurfa að berjast fyrir því aftur og aftur.
Fyrirheit um leikskólapláss frá 12 mánaða aldri minnir á að fögur fyrirheit vinstri manna frá því fyrir aldarfjórðungi í þeim efnum eru fjarri því að hafa gengið upp.
Þetta er góð byrjun, sem lofar góðu.
Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.
Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!
Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.
Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.
Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og
Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.