Helzti boðskapur frá landsþingi Viðreisnar virðist vera sá að efna eigi til þverpólitísks samstarfs til þess að auka á innlimun Íslands í Evrópusambandið!
Dettur einhverjum í hug að jarðvegur sé fyrir því?
Evrópusambandið sjálft er í tilvistarkreppu. Austurhluti þess er í uppreisn gegn Brussel. Ítalía, þriðja stærsta efnahagskerfið innan ESB veitti andstæðingum og efasemdarmönnum um ESB og evruna brautargengi í kosningum fyrir skömmu.
Í norðurhluta Evrópu er komið upp andóf gegn hugmyndum Frakka og Þjóðverja um þróun þessa samstarfs og um evruna sérstaklega.
Í Noregi er vaxandi andstaða við EES-samninginn óbreyttan.
Sú andstaða á líka eftir að vaxa hér á Íslandi, þegar fólk fer að átta sig betur á til hvers hann er að leiða.
Það þverpólitíska samstarf sem tilefni er að efna til snýr að endurskoðun EES-samningsins.
Kjörorð Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor hljómar kunnuglega. Það er Áfram Reykjavík.
Kjörorð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum árið 1966 - fyrir 52 árum<
Það var ótrúlega áhrifamikil stund í Hörpu í gærkvöldi að hlusta á og fylgjast með japanska píanóleikaranum Nobuyuki Tsujii, leika annan píanókonsert Chopins undir stjórn Ashkenazy.
Píanóleikarinn er b
Kaup Guðmundar Kristjánssonar, sem kenndur er við Brim á rúmlega þriðjungs hlut í HB Granda gera hann að einum áhrifamesta útgerðarmanni landsins ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni í Samherja.
Það má skilja ummæli sumra íslenzkra þingmanna um loftárásir þríveldanna á efnavopnamiðstöðvar í Sýrlandi á þann veg, að þeir telji að þessar árásir hafi átt að vera þáttur í að leysa deilurnar, sem hafa leitt til styrjaldar þar í landi.
Þetta er grundvallar misskilningur.