Hausmynd

Menningarlegt afrek í Hofi og Hallgrímskirkju

Laugardagur, 31. mars 2018

Flutningur Matteusarpassíu Bachs í Hallgrímskirkju í gćr var óumdeilanlega menningarlegt afrek. Daginn áđur hafđi verkiđ veriđ flutt í Hofi á Akureyri enda flytjendur ađ verulegu leyti norđlenzkir tónlistarmenn, fjórir af fimm kórum norđlenzkir svo og Sinfóníuhljómsveit Norđurlands.

Ţađ er til marks um ţann mikla styrk, sem til stađar er í menningarlífi okkar ađ tónlistarfólk utan Reykjavíkursvćđisins geti haldiđ uppi flutningi á svo viđamiklu tónverki.

Hörđur Áskelsson stjórnađi flutningi verksins og liggur í augum uppi ađ gífurleg vinna hlýtur ađ liggja ađ baki slíkum flutningi.

Ingólfur Guđbrandsson var frumkvöđull ađ flutningi slíkra stórverka á Íslandi. Í tónlistarskrá kemur fram, ađ ţetta tónverk, sem var frumflutt fyrir tćplega 300 árum hafi fyrst veriđ flutt á Íslandi áriđ 1972 af Pólýfónkórnum undir stjórn Ingólfs.

Umsjónarmađur ţessarar síđu hefur áđur sagt frá ţví hvernig Ingólfur hafđi 20 árum áđur eđa ţar um bil umbylt svokallađri söngkennslu í Laugarnesskólanum. Í stađ ţess ađ safna bekknum saman utan um píanó og láta krakkana syngja, kenndi hann okkur ađ hlusta á klassíska tónlist, lét okkur skrifa ritgerđir um hin miklu tónskáld síđustu alda og talađi viđ nemendur sína um skort á kórmenningu á Íslandi.

Ingólfur hafđi varanleg áhrif á nemendur sína međ ţessum kennsluháttum og gerđist svo nokkrum árum síđar brautryđjandi í ţví ađ hefja kórmenningu á Íslandi upp á nýtt stig.

Áhrif slíkra menningarviđburđa eins og flutningur á ţessu stórvirki Bachs á okkar litla samfélag verđa aldrei ofmetin og magnađ ađ sjá hvađ augljóslega er ađ gerast á Akureyri í menningarstarfsemi.

 

 


Úr ýmsum áttum

"Sóknarfjárlög": Ofnotađ orđ?

Getur veriđ ađ ráđherrar og ţingmenn stjórnarflokkanna hafi ofnotađ orđiđ "sóknarfjárlög" í umrćđum um fjárlög nćsta árs?

Ţeir hafa endurtekiđ ţađ svo oft ađ ćtla mćtti ađ ţađ sé gert skv. ráđleggingum hagsmunavarđa.

Lesa meira

Skođanakönnun: Samfylking stćrst

Samkvćmt nýrri skođanakönnun Maskínu, sem gerđ var 30. nóvember til 3. desember mćlist Samfylking međ mest fylgi íslenzkra stjórnmálaflokka eđa 19,7%.

Nćstur í röđinni er Sjálfstćđisflokkur međ 19,3%.

Lesa meira

Frakkland: Macron fellur frá benzínskatti

Gríđarleg mótmćli í Frakklandi leiddu til ţess ađ ríkisstjórn landsins tilkynnti um frestun á benzínskatti um óákveđinn tíma.

Í gćrkvöldi, miđvikudagskvöld, tilkynnti Macron, ađ horfiđ yrđi frá ţessari skattlagningu um fyrirsjáanlega framtíđ.

Lesa meira

5250 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 19. nóvember til 25. nóvember voru 5250 skv. mćlingum Google.