Hausmynd

Um harđstjórn - gagnleg lesning ekki sízt fyrir....

Mánudagur, 9. apríl 2018

Fyrir skömmu kom út í íslenzkri ţýđingu bók eftir bandarískan sagnfrćđiprófessor, Timothy Snyder ađ nafni, sem komiđ hefur hingađ til lands, sem nefnist Um harđstjórn - tuttugu lćrdómar, sem draga má af tuttugustu öldinni. Útgefandi er Mál og menning og ţýđandi Guđmundur Andri Thorsson, rithöfundur og alţingismađur Samfylkingar.

Í bók ţessari er ađ finna athyglisverđa lýsingu á stjórnarháttum í Rússlandi á okkar dögum, sem á erindi viđ almenning m.a. í ljósi umrćđna um eiturefnaárás á einstaklinga í Bretlandi og nú síđast um beitingu efnavopna í Sýrlandi, en Rússar eru beinir ţátttakendur í ţví stríđi, sem ţar hefur geisađ í allmörg ár.

Bókarhöfundur heldur ţví fram, ađ fyrstu kosningarnar, sem fram fóru í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, hafi jafnframt orđiđ "síđustu frjálsu og sanngjörnu kosningarnar í sögu landsins...". Og bćtir viđ:

"Rússneska fárćđiđ sem komiđ var á fót eftir kosningarnar 1991 sýnir ekki á sér neitt fararsniđ og rekur utanríkisstefnu, sem snýst um ađ spilla lýđrćđisfyrirkomulagi í öđrum löndum."

Finna má í bókinni ítarlegar lýsingar á ţeirri utanríkisstefnu Rússa en ţar segir m.a.:

"Eftir ađ 130 manns voru drepnir og 368 sćrđust í ógnarverkaárás á París í nóvember 2015 fagnađi forvígismađur hugveitu sem stóđ nćrri Kreml ţví ađ hryđjuverkiđ myndi hrekja Evrópu í áttina ađ fasisma og Rússlandi."

Ţessi bók er gagnleg lesning - ekki sízt fyrir ţann litla hóp Íslendinga, sem hafa tilhneigingu til ađ vilja gerast talsmenn ţessarar "utanríkisstefnu"


Úr ýmsum áttum

4935 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. september til 16. september voru 4935 skv. mćlingum Google.

5828 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3.september til 9. september voru 5828 skv.mćlingum Google.

5086 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. ágúst til 2. september voru 5086 skv. mćlingum Google.

xd.is: "Message us" (!) (?)

Á heimasíđu Sjálfstćđisflokksins xd.is er undarleg tilkynning neđst á síđunni. Ţar stendur "message us".

Hvađ á ţetta ţýđa? Hvenćr tók Sjálfstćđisflokkurinn upp ensku til ţess ađ stuđla ađ samskiptum viđ fólk? E

Lesa meira