Hausmynd

Meiri hlutfallsleg aukning til utanríkismála en öryrkja, fatlađra, aldrađra og sjúkrahúsaţjónustu

Miđvikudagur, 11. apríl 2018

Óli Björn Kárason, alţingismađur, birtir afar skýra og ađgengilega grein í Morgunblađinu í dag um útgjaldaţróun ríkisins nćstu fimm ár eins og hún birtist í fjármálaáćtlun ríkisstjórnarinnar.

Í töflum, sem birtast međ grein ţingmannsins vekur einn ţáttur sérstaka athygli.

Í fjórđa sćti yfir ţá kostnađarliđi, sem hćkka hlutfallslega mest á tímabilinu 2017-2023 eru utanríkismál en gert er ráđ fyrir ađ framlög til ţeirra aukizt um 32%.

Ţau eiga ađ hćkka meira hlutfallslega en framlög til örorku og fatlađra. Og meira en framlög til sjúkrahúsaţjónustu og aldrađra.

Hvađ veldur og hverjum dettur ţetta í hug?

Ísland er örríki og hefur nánast engin áhrif á alţjóđavettvangi.

Utanríkisţjónustur eins og ţćr eru reknar í dag eru 19. aldar fyrirbrigđi.

Viđ getum auđveldlega komist af međ mun fćrri sendiráđ en nú eru rekin í öđrum löndum. Mörg ţeirra hafa litlum sem engum verkefnum ađ sinna.

Hvernig í ósköpunum dettur ríkisstjórninni í hug ađ ćtla ađ auka útgjöld vegna utanríkismála um marga milljarđa á nćstu árum?!

Lćrđu stjórnmálamenn og embćttismenn ekkert af ţví ađ sóa á annađ ţúsund milljónum króna af almannafé í vonlausa tilraun til ađ komast í Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna en ţangađ áttum viđ ekkert erindi?

 


Úr ýmsum áttum

4935 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 10. september til 16. september voru 4935 skv. mćlingum Google.

5828 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 3.september til 9. september voru 5828 skv.mćlingum Google.

5086 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 27. ágúst til 2. september voru 5086 skv. mćlingum Google.

xd.is: "Message us" (!) (?)

Á heimasíđu Sjálfstćđisflokksins xd.is er undarleg tilkynning neđst á síđunni. Ţar stendur "message us".

Hvađ á ţetta ţýđa? Hvenćr tók Sjálfstćđisflokkurinn upp ensku til ţess ađ stuđla ađ samskiptum viđ fólk? E

Lesa meira