Í fyrsta hefti þessa árs af tímaritinu Nordisk Tidskrift, sem út er komið, er að finna grein um Matthías Johannessen, sem lengst allra var ritstjóri Morgunblaðsins eða í rúmlega 41 ár. Greinin er eftir umsjónarmann þessarar síðu og er þáttur í greinaflokki um ritstjóra á Norðurlöndum.
Í grein þessari held ég því fram, að Matthías Johannessen hafi verið áhrifamesti fjölmiðlamaður á Íslandi á síðari hluta 20. aldar.
Hann hafi á "ísöld" kalda stríðsins opnað á samskipti til vinstri á vettvangi menningarlífsins með viðtalsbók við Þórberg Þórðarson, sem hafi orðið klassísk í íslenzkum bókmenntum okkar tíma og með því að leiða Halldór Laxness inn á síður Morgunblaðsins en þetta frumkvæði Matthíasar hafi orðið undanfari þeirrar byltingar, sem varð í fjölmiðlun á þeim tíma, þegar Morgunblaðið varð vettvangur skoðanaskipta fólks úr öllum flokkum.
Þá er fjallað um frumkvæði Matthíasar að kvótapólitík Morgunblaðsins en skrif blaðsins áttu umtalsverðan þátt í upptöku auðlindagjalds. Um það segir m.a. í greininni í Nordisk Tidskrift:
"Óhikað má fullyrða að fyrir utan átökin í kalda stríðinu og baráttuna fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar, hafi kvótamálið verið stærsta samfélagsmálið, sem um var deilt á Íslandi frá lýðveldisstofnun."
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.