Út er komin ný skáldsaga eftir Ragnar Arnalds, fyrrum formann Alþýðubandalagsins, þingmann og ráðherra, sem nefnist Keisarakokteillinn. Hrunið er bakgrunnur sögunnar og augljóst að höfundurinn þekkir aðdraganda þess vel enda sat hann í bankaráði Seðlabankans á þeim tíma.
Sagan tekur óvænta stefnu, þegar fjárfestar þeirra tíma standa frammi fyrir veruleika, sem þeir höfðu ekki trú á, að til kæmi.
Umsjónarmaður þessarar síðu man vel eftir samtali við umsvifamikinn fjárfesti haustið 2007, sem svaraði þegar hann var spurður, hvernig væri að tapa 10 milljörðum á einum degi: Þeir koma aftur!
Fjárfestir í skáldsögu Ragnars Arnalds hefur sömu afstöðu.
Atburðarásin er æsispennandi og augljóst að höfundurinn hefur sterka tilfinningu fyrir mannlegum samskiptum. Sögulokin eru óvænt.
Ragnar Arnalds hefur skrifað nokkrar skáldsögur og leikrit. Stundum framkallaði lestur sögunnar þá tilfinningu að lesandinn væri að horfa á leikrit.
Fyrir síðustu jól kom út fyrri hluti ævisögu Ragnars, sem náði fram til 25 ára aldurs. Heimildir herma að síðari hlutinn sem fjallar m.a. um ráðherraferil hans sé tilbúinn.
Pólitísk saga vinstri hreyfingarinnar á Íslandi er áhugaverð og þar er hlutur Ragnars mikill. Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, hefur skrifað mikið ritverk um Alþýðuflokkinn í 100 ár en eftir er að rekja þær miklu sviptingar, sem voru til vinstri við Alþýðuflokkinn, afstöðuna til Sovétríkjanna, sem var ekki ein og hin sama o.fl. Í því samhengi verður ævisaga Kjartans Ólafssonar, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans og þingmanns áreiðanlega forvitnileg.
Það er Bókaútgáfan Tindur, sem gefur Keisarakokteilinn út.
Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.
Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!
Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.
Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.
Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og
Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.