Hausmynd

RÚV: Heimsstyrjöldin síðari frá þýzku sjónarhorni

Mánudagur, 11. júní 2018

Í gærkvöld sýndi RÚV síðasta þáttinn af þremur í þýzkum myndaflokki sem nefnist Stríðskynslóðin, en í beinn þýðingu er heitið á myndaflokknum Mæður okkar, feður okkar.

Það hafa verið gerðar gríðarlega margar myndir um heimsstyrjöldina síðari og þriðja ríkið, en þær eru langflestar því marki brenndar, ef svo má að orði komast, að sýna þessa atburði út frá engilsaxnesku sjónarhorni.

Og af þeim sökum eru töluverð tíðindi í þessum þýzka myndaflokki. Hann fjallar um þessa atburði út frá þýzku sjónarhorni og hvernig þeir snertu einstaklinga í Þýzkalandi og fjölskyldur þeirra.

Styrjöldin gjörbreytti lífi og lífsviðhorfi einstaklinga og fjölskyldna í Þýzkalandi, sennilega um aldur og ævi. Söguhetjur myndarinnar koma frá þessu hildarleik, þ.e. þær sem lifðu af, gjörbreyttar manneskjur. Hvað eftir annað stóð þetta fólk frammi fyrir aðstæðum og ákvörðunum sem það réði ekkert við en snerust um að lifa af. Veikleikar hvers og eins afhjúpast.Styrkleikar hvers og eins birtast.

Myndaflokkurinn leiddi af sér miklar umræður í Þýzkalandi. Sennilega hefur stríðskynslóðin reynt að segja sem minnst að stríðinu loknu en ganga má út frá því sem vísu að spurningar barna og barnabarna hafi orðið mörgum erfiðar.

Þjóðverjar hafa orðið menn að meiri vegna þess, hvernig þeir hafa tekizt á við þennan kapítula í sögu sinni.

En hafa aðrar þjóðir gert upp sinn þátt í stríðinu?

Hvað með Svía sem græddu á tá og fingri?

Höfum við Íslendingar fjallað sem skyldi um okkar afstöðu til Gyðinga, sem hingað leituðu?

Hefur ekki verið eitthvað minna um það en efni standa til?

 

 

 


Úr ýmsum áttum

Má ekki hagræða í opinberum rekstri?

Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.

Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!

Lesa meira

5071 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.

München: Andrúmsloftið eins og í jarðarför

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.

Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og

Lesa meira

4078 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.