Hausmynd

Ljósmæðradeilan: Vinnubrögð ríkisstjórnar lofa ekki góðu um það sem framundan er

Laugardagur, 30. júní 2018

Kjaradeila ljósmæðra er komin á grafalvarlegt stig.Verðandi mæður hafa áhyggjur af því, ljósmæður sjálfar hafa áhyggjur af því, Landspítalinn hefur áhyggjur af því - en það er einn aðili, sem virðist ekki hafa slíkar áhyggjur og það er ríkisstjórn Íslands.

Hvað veldur?

Ætla ráðherrar enn að halda því fram, að kjarabætur til ljósmæðra muni setja efnahagslífið á hvolf, þótt þeir virðist ekki telja að mun meiri kjarabætur til þeirra sjálfra hafi sömu áhrif?

Hvað veldur því að opinbera kerfið á Íslandi virðist aftur og aftur vera nánast óstarfhæft?

Halda þeir að svona mál leysist af sjálfu sér?

Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar vegna kjaradeilu ljósmæðra lofa því miður ekki góðu um það sem framundan er á vinnumarkaði.


Úr ýmsum áttum

Má ekki hagræða í opinberum rekstri?

Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.

Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!

Lesa meira

5071 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.

München: Andrúmsloftið eins og í jarðarför

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.

Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og

Lesa meira

4078 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.