Hausmynd

Raunir Breta viđ ađ komast út úr ESB eru miklar

Laugardagur, 7. júlí 2018

Ţađ er í raun ótrúlegt ađ fylgjast međ raunum Breta viđ ađ komast út úr Evrópusambandinu. Ađ hluta til er ţađ vegna ágreinings innan Íhaldsflokksins um ţađ hvernig ađ ţví skuli standa. 

Sá ágreiningur virđist hafa veriđ leystur í gćr a.m.k. á yfirborđinu en jafnvel í ţeim litla hópi sem skipar ríkisstjórn Bretlands eru leikbrögđin međ nokkrum ólíkindum. Á löngum átakafundi á sveitarsetri brezka forsćtisráđherrans í gćr var ţađ látiđ berast til ráđherra, ađ ţeir sem vildu segja af sér vegna málsins, gćtu haft samband viđ ákveđna leigubílastöđ í nágrenninu til ţess ađ komast til baka til Lundúna vegna ţess ađ segđu ţeir af sér misstu ţeir umsvifalaust yfirráđ yfir ráđherrabílum sínum!

En ţađ er ţó fyrst og fremst afstađa ESB, sem veldur Bretum erfiđleikum. Ţađ er ljóst ađ skrifstofuveldiđ í Brussel ćtlar ađ láta ţá finna rćkilega fyrir ţví ađ vilja fara og ćtlar ađ láta útgönguna verđa Bretum eins dýrkeypta og kostur er.

Ţetta er alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga. Ađildarumsókn ÍslandsESB er enn í fullu gildi í skúffu í Brussel. Ráđherrar í ríkisstjórn Sigmundar Davíđs á sínum tíma sem halda öđru fram fara međ ósannindi.

Ţađ er beinlínis hćttulegt fyrir fullveldi Íslands ađ skilja viđ máliđ međ ţeim hćtti.

En um ţađ munu ţeir sem ţá ábyrgđ bera áreiđanlega ekki rćđa í rćđum á 100 ára afmćli fullveldisins.


Úr ýmsum áttum

4952 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 9. júlí til 15. júlí voru 4952 skv. mćlingum Google.

Athyglisverđ ummćli Bjarna um Kjararáđ

Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra, lét athyglisverđ orđ falla í samtali viđ RÚV í kvöld, mánudagskvöld. Hann sagđi ađ "umrćđan um Kjararáđ snúizt um ţađ ađ einn megi ekki fara fram fyrir annan."

Lesa meira

3834 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu í síđustu viku, 2. júlí til 8.júlí, voru 3834 skv. mćlingum Google.

Verđur 21.öldin kínverska öldin?

Í sjónvarpsumrćđum fyrir skömmu á vegum ţýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle, sagđi einn ţátttakenda, ađ 19.öldin hefđi veriđ brezka öldin, 20.öldin hefđi veriđ ameríska öldin og 21. [...]

Lesa meira