Hausmynd

Afsagnarhefđin í brezkum stjórnmálum er til eftirbreytni

Ţriđjudagur, 10. júlí 2018

Ţađ er löng hefđ fyrir ţví í brezkum stjórnmálum, ađ ráđherrar segi af sér vegna ágreinings viđ forsćtisráđherra um grundvallarmál. Nokkuđ ljóst er ađ afsögn David Davis, ţess ráđherra í brezku ríkisstjórninni, sem hefur boriđ ábyrgđ á samningaviđrćđum viđ ESB um úrsögn Breta er slík afsögn.

Meiri spurning er hvađ vakir fyrir Boris Johnson. Brezka blađiđ Guardian - sem ekki verđur sagt ađ sé vinveitt Boris Johnson - telur ađ hans afsögn sé af pólitískum rótum runnin. Hann ćtli sér stól Theresu May.

Ţađ er ekki óhugsandi ađ "strákarnir" hafi tekiđ höndum saman um ađ flćma "stelpuna" í burtu(!)

Einhver ţekktasta afsögn í pólitískri sögu Bretlands á síđustu öld var afsögn Anthony Edens sem utanríkisráđherra, skömmu fyrir heimsstyrjöldina síđari en međ henni vildi hann mótmćla friđţćgingarstefnu Neville Chamberlain. Sú afsögn leiddi til mikils frama fyrir Eden, sem endađi međ ţví ađ taka viđ forsćtisráđherraembćttinu af Winston S. Churchill á sjötta áratug síđustu aldar.

Eden reyndist hins vegar ekki sá mikli stjórnmnálaleiđtogi, sem ćtlađ var ađ hann mundi verđa eftir afsögnina 1938. Hann sýndi í Súez-deilunni sumariđ og haustiđ 1956 ađ hann gerđi sér enga grein fyrir gjörbreyttri stöđu Bretlands í heiminum og hélt ţá ađ hann vćri enn ađ leiđa heimsveldi, sem ţá var horfiđ.

Í ţeirri deilu stóđ Eden frammi fyrir afsögn ungs ađstođarráđherra í utanríkisráđuneytinu, Anthony Nuttings. Ţá voru umrćđur um ţađ ađ hann vćri ađ endurtaka leik Edens frá 1938 en svo varđ ekki. Nutting gleymdist og sennilega vita fáir, ef nokkrir, hver hann var.

Ţađ breytir hins vegar ekki ţví, ađ  ţađ yrđi íslenzkum stjórnmálum til framdráttar, ef ráđherrar tćkju upp á ţví ađ segja af sér vegna ágreinings um grundvallarmál.

Ţađ yrđi undirstrikun á ţví ađ stjórnmál snúast um annađ og meira en eftirsókn eftir embćttum.

 

 


Úr ýmsum áttum

Evran ađ hverfa?

Nú er svo komiđ fyrir evrunni, ađ Bruno Le Maire, fjármálaráđherra Frakka segir í samtali viđ hiđ ţýzka Handelsblatt, ađ gjaldmiđillinn muni ekki lifa ađra fjármálakrísu af án róttćkra umbóta, sem engin samstađa er um hjá evruríkjunum.

Lesa meira

4955 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 5. nóvember til 11. nóvember voru 4955 skv. mćlingum Google.

Góđ ákvörđun hjá ríkisstjórn

Ríkisstjórnin tók góđa ákvörđun í morgun, ţegar ákveđiđ var ađ í nćstu umferđ endurnýjunar ráđherrabíla, yrđu ţeir rafdrifnir bílar.

Vćntanlega verđur ţessi ákvörđun fyrirmynd hins sama hjá ríkisfyrirtćkjum og ríkissstofnunum (ađ ekki sé tala

Lesa meira

5143 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 29. október til 4. nóvember voru 5143 skv. mćlingum Google.