Hausmynd

Verđur herskylda tekin upp á ný í Ţýzkalandi?

Ţriđjudagur, 7. ágúst 2018

Forystusveit Kristilegra demókrata (CDU) í Ţýzkalandi hefur sett herskyldu á dagskrá á ný en hún var lögđ af áriđ 2011. Ţýzka fréttastofan Deutsche-Welle segir ađ sl. föstudag hafi Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvćmdastjóri flokksins sagt ađ flokkurinn mundi taka til alvarlegrar umrćđu upptöku herskyldu og vitnar til ţýzka dagblađsins Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Annegret segir í samtali viđ ţađ blađ, ađ hún hafi veriđ á ferđ um landiđ og rćtt viđ flokksfélaga um máliđ en ţađ verđi lagt fyrir landsţing CDU í desember. Sagt er ađ hún hafi fengiđ góđar undirtektir.

Hins vegar virđist hugmyndin ekki vera sú ađ taka upp beina herskyldu skv. gamalli fyrirmynd en í samtalinu viđ FAZ skilgreindi Annegret hugmyndina ekki frekar.

Í frásögn DW kemur fram, ađ málsmetandi menn í CDU hafi tekiđ undir ţessi sjónarmiđ. Á hinn bóginn hafi Henning Otte, talsmađur CDU á ţýzka ţinginu lýst efasemdum.

Sumir talsmenn jafnađarmanna (SPD)hafa lýst sig reiđubúna til ađ skođa máliđ en ađrir úr ţeim flokki eru andvígir.

Frjálsir demókratar (FDP) telja hugmyndina fráleita og mikla sóun á fjármunum og bćđi Die Linke (vinstri flokkur) og Grćningjar eru andvígir.

Valkostur fyrir Ţýzkaland (AFD)eru hins vegar hlynntir hugmyndinni.

Sumir fréttaskýrendur telja ađ hér sé á ferđ viđleitni CDU til ţess ađ ná til sín á ný kjósendum, sem hafi fariđ yfir til AFD.

Samkvćmt nýrri skođanakönnun eru um 55,6% kjósenda hlynntir herskyldu en 39,6% andvígir.

Gert er ráđ fyrir ađ herskylda í einhverju formi verđi á stefnuskrá CDU fyrir ţingkosningar, sem fram fara 2020


Úr ýmsum áttum

Annar norrćnn banki sakađur um peningaţvott

Nú hefur ţađ gerzt ađ annar norrćnn banki, Nordea, er sakađur um peningaţvott. En eins og kunnugt er hefur Danske Bank veriđ stađinn ađ stórfelldum peningaţvotti, sem talinn er eitt mesta fjármálahneyksli í evrópskri bankasögu.

Lesa meira

4753 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 8. október til 14. október voru 4753 skv. mćlingum Google.

Ákvörđun sem er fagnađarefni

Nú hefur ríkisstjórnin ákveđiđ ađ ganga í ţađ verk ađ sameina Fjármálaeftirlitiđ Seđlabankanum á ný. Ţađ er fagnađarefni.

En um leiđ er skrýtiđ hversu langan tíma hefur tekiđ ađ taka ţessa ákvörđun. [...]

Lesa meira

Ferđamenn: Tekur Grćnland viđ af Íslandi?

Daily Telegraph veltir upp ţeirri spurningu, hvort Grćnland muni taka viđ af Íslandi, sem eftirsóttur áfangastađur ferđamanna. Ţar séu ósnortnar víđáttur og engir ferđamenn.

Ţađ skyldi ţó aldr

Lesa meira