Hausmynd

Ástandið í málum heilabilaðra er óþolandi

Mánudagur, 20. ágúst 2018

Þær fréttir, sem hafa verið að birtast hjá RÚV síðustu daga um stöðu mála hjá heilabiluðum eru grafalvarlegar. Samkvæmt þeim eru um 200 manns á biðlistum á höfuðborgarsvæðinu eftir dagvistun og biðtíminn 12-15 mánuðir. 

Þessi staða er samfélagi okkar til skammar.

Álagið sem fylgir þessari stöðu á heimilum er gífurlegt. Stundum fellur það álag allt á maka. Stundum er enginn slíkur til staðar til þess að annast hinn heilabilaða. Þá verða börn eða aðrir ættingjar að koma til sögunnar, fólk, sem oftar en ekki þarf að sinna daglegri vinnu til að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða.

Hvernig dettur stjórnvöldum í hug að láta sem ekkert sé?

Þetta ástand kallar á aðgerðir þegar í stað. Vonandi taka þingmenn til hendi við upphaf þings á næstunni og krefjast svara frá ráðherrum um, hvað þeir ætli að gera.

Það er óhugsandi að ekki verði brugðizt við.


Úr ýmsum áttum

Má ekki hagræða í opinberum rekstri?

Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.

Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!

Lesa meira

5071 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.

München: Andrúmsloftið eins og í jarðarför

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.

Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og

Lesa meira

4078 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.