Hausmynd

Forseti Íslands: Samfélagsleg sátt hefur ekki náðst

Laugardagur, 6. október 2018

Það er áreiðanlega rétt, sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði við setningu ráðstefnu Háskóla Íslands í gær um hrunið, að við höfum ekki enn náð samfélagslegri sátt vegna þeirra atburða. Og það er vafalaust mikið til í þeirri tilgátu forsetans að ein af ástæðunum sé nálægð í tíma.

Þessi veruleiki birtist reyndar í einni af málstofum ráðstefnunnar í gær, þegar til orðaskipta kom milli eins fyrirlesarans, Gylfa Zoega og Ásthildar Lóu Þórsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, um stöðu mála að tíu árum liðnum. Ragnar Önundarson, fyrrum bankastjóri, blandaði sér í þær umræður og lagði til að þegar bankarnir yrðu seldir á ný, gengi hluti af söluandvirðinu sem bætur til fólks, sem misst hefði heimili sín vegna hrunsins

Það er mikilvægt að kjörnir forystumenn þjóðarinnar átti sig á þeim veruleika, sem forsetinn gerði að umtalsefni og birtist svo skömmu síðar með þessum hætti.

Til þess eru þeir kjörnir að ná sáttum í samfélaginu.


Úr ýmsum áttum

Má ekki hagræða í opinberum rekstri?

Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.

Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!

Lesa meira

5071 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.

München: Andrúmsloftið eins og í jarðarför

Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.

Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og

Lesa meira

4078 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.