Hausmynd

ASÍ-ţing kemur saman í dag - verkalýđshreyfing á krossgötum

Miđvikudagur, 24. október 2018

Ţing Alţýđusambands Íslands kemur saman í dag, hiđ 43. í röđinni. Um ţetta ASÍ-ţing segir Sumarliđi Ísleifsson, lektor viđ sagnfrćđi- og heimspekideild Háskóla Íslands í samtali viđ Morgunblađiđ í dag:

"Ađ sumu leyti minnir ástandiđ nú á stöđuna um og eftir miđja 20. öld og greinilegt ađ tónninn er harđari nú en hann hefur veriđ mörg undanfarin ár."

Ţetta er rétt hjá Sumarliđa og skilningur á ţessu er lykilatriđi til ţess ađ átta sig á hvađ er ađ gerast innan verkalýđshreyfingarinnar og áhrif ţess á ţćr kjaradeilur, sem nú eru framundan.

Ef allt fer á versta veg geta ţćr orđiđ hinar hörđustu í 55 ár. Í nóvember 1963 má segja ađ eins konar allsherjar stríđ hafi blasađ viđ á vinnumarkađi. Ţví var forđađ á síđustu stundu í tveggja manna tali. Í framhaldinu var júnísamkomulagiđ gert 1964 og samningarnir um Breiđholtsíbúđirnar 1965. Hvoru tveggja var eins konar undanfari ţess ađ víđtćk samstađa náđist um viđbrögđ viđ ţeirri djúpu efnahagslćgđ sem skall á 1967 og stóđ í rúmlega tvö ár.

Nú er komin upp stađa, sem getur orđiđ til ţess ađ allt fari úr böndum og ţess vegna ţarf hygginna manna ráđ.

Fámennir hópar í samfélaginu, sem hafa tekiđ til sín kjarabćtur í krafti ađstöđu, sem ţeir hinir sömu telja ađ ađrir eigi ekki rétt á, verđa ađ skilja og skynja ađ tímar slíkrar skiptingar á ţjóđarkökunni eru liđnir. 


Úr ýmsum áttum

Fćreyingar undirrita fríverzlunarsamning viđ Breta

Fćreyingar munu síđar í ţessum mánuđi undirrita fríverzlunarsamning viđ Breta, sem tekur gildi viđ útgöngu Bretlands úr ESB.

Ţetta segir Poul Michelsen, ráđherra utanríkismála og viđskipta í fćreysku landsstjórninni

Lesa meira

Bandarískur lífeyrissjóđur lögsćkir Danske Bank

Bandarískur lífeyrissjóđur hefur stefnt Danske Bank og fjórum fyrrum stjórnendum hans fyrir dóm í New York, ađ sögn euobserver. [...]

Lesa meira

Skynsamleg afstađa hjá SA

Fréttablađiđ sagđi frá ţví í gćrmorgun, ađ Samtök atvinnulífsins vćru tilbúin til ađ fallast á kröfu verkalýđsfélaganna um gildistíma samninga frá áramótum međ tilteknum skilyrđum og talsmenn ţeirra stađfestu ţađ síđar í gćr.

Ţetta er skynsamleg afstađa hjá SA, sem sýnir meiri svei

Lesa meira

6407 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 31. desember til 6.janúar voru 6407 skv. mćlingum Google.