Hausmynd

Fjölmenni á fundi um fjölmiđla á bjargbrún....

Laugardagur, 3. nóvember 2018

Í gćr var haldiđ málţing í fundarsal Ţjóđminjasafnsins um Fjölmiđla á bjargbrún nýrra tíma, sem er óvenjulega snjallt heiti á fundarefninu vegna ţess hve vel ţađ lýsir stöđu fjölmiđla á Íslandi í dag. Fundarbođendur voru Félagsfrćđingafélag Íslands, Félagsfrćđin í Háskóla Íslands, Kjarninn, Forlagiđ og Blađamannafélag Íslands.

Í raun var hér um ađ rćđa framtak ţriggja kvenna, sem fyrir nokkrum mánuđum gáfu út bók, sem nefnist Ţjáningafrelsiđ -  Óreiđa hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiđla. Ţađ eru ţćr Auđur Jónsdóttir, rithöfundur, Steinunn Stefánsdóttir og Bára Huld Beck.

Segja má ađ ţađ hafi veriđ fullt út úr dyrum og samsetning fundarmanna athyglisverđ. Augljóslega fleiri konur en karlar og ađallega yngra fólk.

Ţetta voru mjög gagnlegar umrćđur, sem líklegt má telja ađ hafi veriđ byrjun á almennum umrćđum um stöđu fjölmiđla á Íslandi, sem vissulega standa á bjargbrún í margvíslegum skilningi. Rekstrargrundvöllur ţeirra er brostinn ađ verulegu leyti og gćđi ţess, sem fram er boriđ í fjölmiđlum í samrćmi viđ ţađ. Enginn veit, hvernig framvindan verđur. Ţađ er rétt hjá ţeim ţremur ađ ţađ ríkir eins konar "óreiđa" í víđum skilningi ţess orđs í heimi fjölmiđlanna, bćđi hér og annars stađar.

Líklegt má telja ađ pappírinn hverfi á nćstu 10-20 árum ađ mestu leyti. Bćđi vegna ţess ađ prentvélar eru gífurlega dýr fjárfesting og blađburđur í hús á hverjum morgni dýr ađferđ viđ dreifingu á upplýsingum nú til dags. Og svo vegna hins ađ unga kynslóđin leitar upplýsinga í símanum en ekki í blöđum, ţótt Lilju Dögg Alfređsdóttur, menntamálaráđherra, finnist notalegt ađ fletta blöđunum snemma ađ morgni, eins og fram kom í rćđu hennar í gćr.

Ţađ er ekki ósennilegt ađ ţróun í netmiđlum verđi sú, sem Ţórđur Snćr Júlíusson, ritstjóri Kjarnans nefndi, ađ  ţeir verđi sérhćfđari og kannski má sjá vísbendingar um ţá ţróun hér.

Ábendingar Berglindar Rós Magnúsdóttur, kennara viđ , um ađ umrćđurnar snerust of mikiđ um einkarekstur og ríkisrekstur í fjölmiđlun en minna um ađra ţćtti eru umhugsunarverđar.

Og í ţví sambandi athyglisvert ađ ţađ gćtti einhverrar spennu í orđaskiptum á milli Óđins Jónssonar og menntamálaráđherra um áhrif vćntanlegra ađgerđa stjórnvalda til stuđnings einkareknum fjölmiđlum. Allmargir stjórnendur á RÚV voru á fundinum og vísbendingar um ađ ţeir hafi áhyggjur af stöđu stofnunarinnar. Í Danmörku er ríkiđ ađ skera niđur framlög til danska ríkisútvarpsins um 20% ađ ţví er fram kom á fundinum.

Á heildina litiđ voru ţetta gagnlegar og fróđlegar umrćđur.

 

 


Úr ýmsum áttum

Fćreyingar undirrita fríverzlunarsamning viđ Breta

Fćreyingar munu síđar í ţessum mánuđi undirrita fríverzlunarsamning viđ Breta, sem tekur gildi viđ útgöngu Bretlands úr ESB.

Ţetta segir Poul Michelsen, ráđherra utanríkismála og viđskipta í fćreysku landsstjórninni

Lesa meira

Bandarískur lífeyrissjóđur lögsćkir Danske Bank

Bandarískur lífeyrissjóđur hefur stefnt Danske Bank og fjórum fyrrum stjórnendum hans fyrir dóm í New York, ađ sögn euobserver. [...]

Lesa meira

Skynsamleg afstađa hjá SA

Fréttablađiđ sagđi frá ţví í gćrmorgun, ađ Samtök atvinnulífsins vćru tilbúin til ađ fallast á kröfu verkalýđsfélaganna um gildistíma samninga frá áramótum međ tilteknum skilyrđum og talsmenn ţeirra stađfestu ţađ síđar í gćr.

Ţetta er skynsamleg afstađa hjá SA, sem sýnir meiri svei

Lesa meira

6407 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 31. desember til 6.janúar voru 6407 skv. mćlingum Google.