Það eru undirmál á ferð um alla Evrópu - enn einu sinni.
Evrópusambandið vinnur að því að útganga Breta leiði til þess að ríkjaskipan á Bretlandseyjum og þar með Hið sameinaða konungsdæmi splundrist. Brussel reynir markvisst að notfæra sér skiptingu Írlands sem er auðvitað eitt af því fáa, sem eftir stendur af heimsveldi Breta, til þess að skapa enn meiri glundroða í brezkum stjórnmálum. Þetta fer að verða spurning um hvort Íhaldsflokkurinn lifir Brexit af.
Uppnám á Írlandi og vilji Skota til að vera áfram í Evrópusambandinu getur hvoru tveggja leitt til þess að eftir standi "litla" England.
Þessa stöðu notfæra Spánverjar sér að sjálfsögðu til að reyna að losa um tök Breta á Gíbraltar. Hvað hefðum við sagt ef Danir hefðu krafizt þess fyrir 100 árum að Langanes yrði áfram undir stjórn Dana?
Meðferð Brussel á Grikkjum er allt að því glæpsamleg og mun hafa afleiðingar þótt síðar verði.
Grikkir og Pólverjar hafa endurvakið kröfur um stríðsskaðabætur af hálfu Þjóðverja sem mun valda vaxandi illindum milli þessara þriggja ríkja. Á Ítalíu eru pólitískir sálufélagar Berlusconi komnir til valda og ætla að sýna Brussel að þeir hafi ekki gleymt því að það var skrifstofuveldið í Brussel, sem hrakti forsætisráðherra Ítalíu frá völdum fyrir nokkrum árum og nú sé komið að skuldadögum fyrir skrifstofumennina andlitslausu.
Austur-Evrópuríkin innan ESB hafa fengið nóg af því í sinni nútímasögu að taka við fyrirmælum frá öðrum (Moskvu) og ætla að sýna skrifstofuveldinu í Brussel að ekki standi til að endurtaka þann leik.
Og loks hafa aðrar Evrópuþjóðir vaxandi áhyggjur af því, að það sem Hitler tókst ekki, þ.e. að leggja undir sig Evrópu sé nú að gerast með öðrum hætti vegna vaxandi efnahagslegra yfirburða Þjóðverja.
Þetta er að gerast í Evrópu og inn í þetta ástand vilja Samfylking og Viðreisn draga Ísland.
Hvers vegna?
Það er skrýtið að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, skuli þurfa að verja hendur sínar vegna viðleitni til þess að hagræða í þeim opinbera rekstri, sem undir ráðherrann heyrir.
Það er ekki oft sem ráðherrar sýna slíka framtakssemi!
Innlit á þessa síðu vikuna 11. febrúar til 17. febrúar voru 5071 skv. mælingum Google.
Evrópuútgáfa bandaríska vefritsins politico, lýsir andrúmsloftinu á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem hófst í München í fyrradag á þann veg að það hafi verið eins og við jarðarför.
Skoðanamunur og skoðanaskipti talsmanna Evrópuríkja og
Innlit á þessa síðu vikuna 4. febrúar til 10. febrúar voru 4078 skv. mælingum Google.