Sú skipan heimsmála, sem ríkt hefur frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari er að riðlast. Það felur í sér breytingar á öryggismálum í Evrópu, sem notið hafa skjóls Bandaríkjanna í um 70 ár. Í grein á vefritinu politico, segja tveir sérfræðingar í þessum málum, Francois Heisbourg, sem er stjórnarformaður International Institute for Strategic Studies og Maximilian Terhalle, sem kennir þessi fræði við Háskólann í Winchester, að nú sé komið að Þýzkalandi og Frakklandi að axla ábyrgð á öryggi Evrópu.
Greinarhöfundar segja að Evrópuþjóðirnar verði að horfast í augu við að Kína sé nýr lykilþáttur í þessum málum. Samkeppni Bandaríkjanna og Kína um forystu á heimsbyggðinni muni beina athygli Bandaríkjanna að Austur-Asíu. Bandaríkin geti ekki háð stríð í tveimur heimshlutum samtímis.
Aðstæður á austurvæng Atlantshafsbandalagsins geti freistað Rússa til að reyna að breyta niðurstöðum kalda stríðsins. Helztu veldi Evrópu verði að búa sig undir að sjá um varnir meginlandsins. Í þessu felist m.a. að þau ríki Evrópu, sem ráða ekki yfir kjarnorkuvopnum verði að njóta slíks skjóls frá Frakklandi, sem ræður yfir slíkum vopnum. Og þetta kalli á tímabundna viðveru franskra herflugvéla, sem búnar séu kjarnorkuvopnum í öðrum ríkjum eins og t.d. Þýzkalandi.
Greinarhöfundar segja, að Kínverjar muni leitast við að komast upp á milli Bandaríkjanna og Evrópuríkja.
Bretar hverfi senn úr Evrópusambandinu og þá hvíli ábyrgðin á herðum Frakka og Þjóðverja.
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tók sér í gær ferð á hendur til norðausturhluta Englands, þar sem flokkur hans vann þingsæti af Verkamannaflokknum og sagði m.a. [...]
Innlit á þessa síðu vikuna 2. desember til 8 desember voru 4035 skv. mælingum Google.
Miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins, sem vera átti í dag, þar sem m.a. átti að taka til umfjöllunar ósk hóps flokksmanna um samþykki við stofnun Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, hefur verið frestað vegna anna í þinginu.
Ekki er ljóst hvenær fundur verður boðaður á ný. [...]
Gallup-könnun um fylgi flokkanna, sem sagt var frá í RÚV í kvöld, mánudagskvöld, var tíðindalítil.
En hún staðfestir þó enn einu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast við að halda sér rétt fyrir ofan 20% fylgi.