Hausmynd

Skođanakannanir: Er Klaustursmáliđ rothögg fyrir Miđflokkinn?

Fimmtudagur, 3. janúar 2019

Skođanakönnun Gallup, sem RÚV sagđi frá í gćrkvöldi um fylgi stjórnmálaflokka bendir til ađ Klaustursmáliđ svonefnda geti orđiđ rothögg fyrir Miđflokkinn. Ţađ getur orđiđ erfitt fyrir flokkinn ađ ná sér á strik, ţótt augljóst sé ađ formađur hans Sigmundur Davíđ, hefur ađ baki sér sterkan stuđning.

Hins vegar liggur ekki beint viđ ađ ţeir tveir ţingmenn flokksins, sem tóku sér frí frá störfum eigi afturkvćmt á ţing. Geri ţeir tilraun til ţess gćti ţađ magnađ upp nýja og aukna andstöđu viđ flokkinn. 

Ţađ heldur áfram ađ kvarnast úr fylgi Sjálfstćđisflokksins, sem nú stendur í 22,7% skv. ţessari könnun Gallup. Ţađ er ekki viđ ţví ađ búast ađ ţessi stađa verđi til opinnar umrćđu í Valhöll frekar en fyrri daginn. En hún ţýđir ađ pólitískur máttur flokksins fer ţverrandi.

Framsóknarflokkurinn styrkist eins og vćnta má, ţegar hallar undan fćti hjá Miđflokknum. Ţađ verđur forvitnilegt ađ fylgjast međ ţví, hvort flokkurinn hallar sér meira til vinstri á nćstu misserum, sem viss merki eru um. Ţar vćri ţá kominn "gamli" Framsóknarflokkurinn.

Af hverju ćtli Samfylking og VG séu í tveimur flokkum? Ţađ er augljóst orđiđ ađ ţeir eiga ţađ báđir sameiginlegt ađ sýna verkalýđshreyfingunni lítinn áhuga. Andstađan viđ ESB-ađild er ekki eins áberandi í VG og hún var fyrir áratug.

Hvađ heldur ţessari fylkingu í tveimur pörtum? 


Úr ýmsum áttum

5588 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11.-17. marz voru 5588 skv. mćlingum Google.

5957 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4.-10.marz voru 5957 skv. mćlingum Google.

Gagnrýni á ađkeypta ráđgjöf í Danmörku

Mikil aukning danskra stjórnvalda á ađkeyptri ráđgjöf liggur undir gagnrýni ađ ţví er fram kemur á danska vefritinu altinget.dk.

Ţar kemur fram, ađ kostnađur danska ríkisins viđ slíka ráđgjöf hafi vaxiđ úr 3,1 milljarđi

Lesa meira

Bandaríkin: Eftirspurn eftir öldungum!

Skođanakönnun í Iowa í Bandaríkjunum vegna forsetakosninga á nćsta ári bendir til eftirspurnar eftir öldungum.

Joe Biden, fyrrum varaforseti, hlaut 27% fylgi međal líklegra kjósenda demókrata en hann er 76 ára og

Lesa meira