Hausmynd

Harðnandi tónn í verkalýðshreyfingunni: "Það mun...allt loga í febrúar"

Þriðjudagur, 8. janúar 2019

Tónninn í verkalýðshreyfingunni er að harðna mjög. Það er ljóst af fréttum Morgunblaðsins í dag. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar segir m.a.:

"Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaðamótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki."

Komi til verkfallsátaka af einhverju tagi verður enn erfiðara en ella að leysa þessa kjaradeilu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að til sögunnar komi óvænt frumkvæði.

Hér skal enn minnt á símtal á milli tveggja manna í byrjun nóvember 1963, sem forðaði allsherjar stríði á vinnumarkaði þá og lesa má um í seinna bindi ævisögu Ragnars Arnalds, fyrrum formanns Alþýðubandalags, Gandreið á geimöld, sem út kom fyrir jól.

Nú er þörf á slíku frumkvæði og það getur bara komið úr Stjórnarráðinu. 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4056 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. febrúar til 23. febrúar voru 4056 skv. mælingum Google.

4949 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. febrúar til 16. febrúar voru 4949 skv. mælingum Google.

5546 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. febrúar til 9. febrúar voru 5546 skv. mælingum Google.

4386 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. janúar til 2. febrúar voru 4386 skv. mælingum Google.