Hausmynd

Er ađ byrja ađ skapast jarđvegur fyrir nýrri ţjóđarsátt?

Föstudagur, 15. mars 2019

Ríkisstjórnin er byrjuđ ađ skapa jarđveg fyrir nýrri ţjóđarsátt á vinnumarkađi. Sú ákvörđun ađ lćkka laun bankastjóra ríkisbanka er fyrsta skrefiđ í ţá átt. Og raunar má segja ţađ sama um lćkkun á launum forstjóra Eimskips og fyrirhugađa lćkkun á stjórnarlaunum í fyrirtćkinu, sem Kjarninn hefur vakiđ athygli á. Augljóst verđur ađ telja ađ haldiđ verđi áfram á ţeirri braut, bćđi í opinbera geiranum og einkageiranum ella vćri til lítils ađ byrja.

Í ljósi ţess ađ búiđ er ađ leggja mikla vinnu í breytingar og umbćtur á húsnćđismarkađi, ađ ríkisstjórnin hefur bođiđ upp á frekari viđrćđur um verđtryggingu og vexti, ađ fyrir liggja útfćrđar hugmyndir frá verkalýđshreyfingu um umbćtur í skattamálum og fram hafa komiđ rökstuddar hugmyndir um ađ afnema ţađ fornaldarfyrirbćri ađ innheimta skólagjöld á fyrsta skólastigi, leikskólastiginu, er nokkuđ ljóst ađ smátt og smátt er ađ verđa til jarđvegur fyrir nýja ţjóđarsátt á vinnumarkađi.

Og ţótt afsögn Sigríđar Á. Andersen, hafi ekkert međ kjarasamninga ađ gera, er sú ákvörđun hennar engu ađ síđur framlag til slíkra sátta í samfélaginu. Hún sýnir vilja til ađ draga úr ágreiningi, sem meira mćtti vera um á hinum pólitíska vettvangi.

Ţađ ýtir svo enn undir ađ erfiđum deilumálum verđi beint í ţennan farveg, ađ óveđursskýin hrannast upp í efnahags- og atvinnulífi, eins og lođnubresturinn og vandamál í fluggeiranum sýna.

Nú er tćkifćri fyrir ríkisstjórnina ađ grípa inn í á nýjum forsendum og ţađ á hún ađ gera.

Eitt af ţví er ađ fallast á sjálfsagđar kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um ađ rannsókn fari fram á enn einum ţćtti hrunmálanna, sem snúi ađ ţeim fjölskyldum, sem misstu allar eigur sínar í hruninu án ţess ađ vera á nokkurn hátt orsakavaldar í ţví. 


Úr ýmsum áttum

5588 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11.-17. marz voru 5588 skv. mćlingum Google.

5957 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4.-10.marz voru 5957 skv. mćlingum Google.

Gagnrýni á ađkeypta ráđgjöf í Danmörku

Mikil aukning danskra stjórnvalda á ađkeyptri ráđgjöf liggur undir gagnrýni ađ ţví er fram kemur á danska vefritinu altinget.dk.

Ţar kemur fram, ađ kostnađur danska ríkisins viđ slíka ráđgjöf hafi vaxiđ úr 3,1 milljarđi

Lesa meira

Bandaríkin: Eftirspurn eftir öldungum!

Skođanakönnun í Iowa í Bandaríkjunum vegna forsetakosninga á nćsta ári bendir til eftirspurnar eftir öldungum.

Joe Biden, fyrrum varaforseti, hlaut 27% fylgi međal líklegra kjósenda demókrata en hann er 76 ára og

Lesa meira