Hausmynd

Bretland: Sala á sterkum bjór minnkað um þriðjung á 12 árum

Miðvikudagur, 3. júlí 2019

Sala á sterkum bjór í Bretlandi hefur minnkað um þriðjung á síðustu 12 árum að því er fram kemur í Daily Telegraph. Það er unga fólkið, sem leiðir þessa þróun.

Jafnframt hefur sala á því, sem við köllum pilsner, þ.e. bjór með mjög litlu áfengismagni, aukizt um 30% frá árinu 2016.

Eins og fyrr segir er það unga fólkið, sem hér kemur mest við sögu. Stórir hópar í aldursflokknum 18-24 ára hafa einfaldlega gengið í bindindi og aldursflokkurinn 18-36 ára er líklegastur til að breyta yfir í áfengisfría drykki.

Þetta er athyglisverð og ánægjuleg þróun. 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4056 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. febrúar til 23. febrúar voru 4056 skv. mælingum Google.

4949 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. febrúar til 16. febrúar voru 4949 skv. mælingum Google.

5546 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. febrúar til 9. febrúar voru 5546 skv. mælingum Google.

4386 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. janúar til 2. febrúar voru 4386 skv. mælingum Google.