Hausmynd

Ţađ vantar hugsjónabaráttu í íslenzka pólitík

Sunnudagur, 14. júlí 2019

Ţađ er lítiđ um hugsjónabaráttu í pólitík okkar um ţessar mundir og áleitiđ umhugsunarefni hvađ valdi. Barnaverkefni Ásmundar Einars Dađasonar er sennilega eina máliđ á vettvangi ríkisstjórnar, sem getur flokkast undir slíkt. Ţar rćđur ferđ brennandi áhugi ráđherrans sjálfs á ađ gjörbylta til hins betra ađstćđum barna á Íslandi.

Baráttan gegn ţriđja orkupakkanum er leidd af hópi fólks úr öllum flokkum, sem stendur utan Alţingis, ţótt hún eigi sér stuđningsmenn innan ţess.

Um hvađ snýst stjórnmálabaráttan um ţessar mundir ađ öđru leyti?

Sú var tíđin ađ jafnađarmenn börđust fyrir umbótum á samfélagi okkar. Nú orđiđ heyrist varla frá ţeim. Ţeir sem höllum fćti standa í samfélaginu hafa eignast nýjan málsvara, ţar sem er Flokkur fólksins.

Snýst ţetta orđiđ allt um stöđur og völd?

Og hvađ getur valdiđ ţví?

Viđ eins og allar ađrar ţjóđir heims stöndum frammi fyrir gífurlegum vandamálum, sem ađ sumra mati snúast um tilvist mannkynsins, ţar sem er loftslagsváin.

Ríkisstjórnin hefur vissulega stigiđ ákveđin skref í ţeim efnum, en fara einhverjar alvöru umrćđur fram innan flokka um loftslagsvána og afleiđingar hennar?

Ţó getur ţar veriđ á ferđ spurning um mestu ţjóđfélagsbreytingar frá ţví ađ okkar ţjóđ fluttu út úr torfkofunum.

Kannski er ţörf á enn einum kynslóđaskiptum í pólitík?


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

3991 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 28. október til 3. nóvember voru 3991 skv. mćlingum Google.

Innlit í síđustu viku 4418

Innlit á ţessa síđu vikuna 21. október til 27.október voru 4418 skv. mćlingum Google.

4536 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 14. október til 20. október voru 4536 skv. mćlingum Google.

Ný könnun: Samfylkingin kemur á óvart

Skyndileg sókn Samfylkingarinnar í nýrri könnun Zenter-rannsókna, sem Fréttablađiđ birti í morgun, vekur athygli og kemur á óvart. Samfylkingin mćlist međ 18,5% fylgi og nálgast Sjálfstćđisflokk međ 19,6%.

Lesa meira