Hausmynd

Hvers vegna upplýsir ríkisstjórnin þingið ekki um stöðu aðildarumsóknar?

Mánudagur, 7. október 2019

Eitt furðulegasta mál seinni ára í utanríkismálum okkar Íslendinga, er meðferð ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir bráðum fimm árum á aðildarumsókn Íslands að ESB, sem samþykkt var á þingi sumarið 2009. 

Sú ríkisstjórn heyktist á að leggja fyrir þingið tillögu um formlega afturköllun aðildarumsóknarinnar en hélt því fram, að það hefði verið gert með bréfi þáverandi utanríkisráðherra til ESB.

Þá þegar var ljóst að það var tilbúningur - vísvitandi blekking. Aðildarumsóknin var ekki dregin til baka með formlegum hætti heldur lögð í skúffu í Brussel til notkunar síðar.

Hvað veldur því, að núverandi ríkisstjórn upplýsir ekki Alþingi um hvað raunverulega gerðist. Allar upplýsingar um það hljóta að vera til staðar í utanríkisráðuneytinu. 

Ætla þeir, sem hér koma við sögu að láta þetta mál óupplýst í lýðræðislegu samfélagi og sitja sjálfir uppi með skömmina eftir nokkur ár eða áratugi, þegar þeir verða ekki lengur í aðstöðu til að viðhalda leyndinni?

Hvað gerðist í þessu máli veturinn 2015?

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

Sjálfstæðisflokkur: Miðstjórnarfundi frestað

Miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins, sem vera átti í dag, þar sem m.a. átti að taka til umfjöllunar ósk hóps flokksmanna um samþykki við stofnun Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, hefur verið frestað vegna anna í þinginu.

Ekki er ljóst hvenær fundur verður boðaður á ný. [...]

Lesa meira

Tíðindalítil Gallupkönnun

Gallup-könnun um fylgi flokkanna, sem sagt var frá í RÚV í kvöld, mánudagskvöld, var tíðindalítil.

En hún staðfestir þó enn einu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast við að halda sér rétt fyrir ofan 20% fylgi.

Lesa meira

5213 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 25. nóvember til 1. desember voru 5213 skv. mælingum Google.

5403 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 18. nóvember til 24. nóvember voru 5403 skv. mælingum Google.