Hausmynd

Leikfélag Reykjavíkur gengur í endurnýjun lífdaga

Ţriđjudagur, 29. október 2019

Ţađ er gaman ađ fylgjast međ ţví, hvađ mikill lífskraftur felst í Leikfélagi Reykjavíkur. Stjórn félagsins vinnur nú markvisst ađ ţví ađ auka félagsstarf međ ţeim árangri ađ veruleg fjölgun hefur orđiđ á félagsmönnum í ţessu bráđum 123 ára gamla menningarfélagi.

Á ađalfundi ţess í gćrkvöldi kom skýrt í ljós, ađ leikstarfsemi félagsins stendur í blóma og fjárhagsstađa ţess traust.

Stjórn félagsins hefur komiđ á reglulegum hádegisfundum fyrir félagsmenn, ţar sem ýmis viđfangsefni líđandi stundar eru tekin til umrćđu og ţar hafa orđiđ til skemmtilegar umrćđur um ýmsa ţćtti menningarmála og leikhússins.

Í gćrkvöldi spunnust svo töluverđar umrćđur um liđna tíđ og međ hvađa hćtti vćri hćgt ađ halda utan um merkilega sögu ţessa félags og ţá starfsemi, sem fram fór á ţess vegum fyrr á tíđ. Töluvert er til af ljósmyndum en ekki síđur athyglisverđum bréfaskiptum á milli einstaklinga, sem viđ sögu komu.

Ţađ liggur ekki alveg ljóst fyrir hvernig varđveizlu ţeirra menningarverđmćta verđur bezt fyrir komiđ eftir ađ Leiklistarsafniđ hefur veriđ lagt niđur međ formlegum hćtti.

En ţađ varđ niđurstađan ađ loknum ţessum umrćđum í gćrkvöldi ađ stjórn Leikfélagsins mundi taka ţau mál til međferđar.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4326 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 18.- 24. október voru 4326 skv. mćlingum Google.

3989 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. október til 17. október voru 3989 skv. mćlingum Google.

Ţýzkaland: Bóluefni fyrir apríl 2021

Jens Spahn, heilbrigđisráđherra Ţýzkalands, spáir bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir apríl 2021 og segir ađ ţađ verđi einungis gefiđ ţeim, sem ţess óska.

Ţetta kemur fram á vef ţýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle.

Bandaríkin: Störf endurheimtist ekki fyrr en 2023

Wall Street Journal segir í dag, ađ 43% hagfrćđinga, sem blađiđ leitađi álits hjá, telji ađ störf í Bandaríkjunum, sem hafa tapast vegna kórónuveirunnar endurheimtist ekki fyrr en 2023 eđa síđar.