Hausmynd

Bandaríkjaţing: Opinber ákćra á hendur Trump fćrist nćr

Föstudagur, 1. nóvember 2019

Ţótt enn séu litlar líkur á ţví ađ öldungadeild Bandaríkjaţings samţykki opinbera ákćru á hendur Trump er ljóst ađ síđustu samţykktir fulltrúadeildar verđa honum erfiđar. Í krafti ţeirra má búast viđ ađ yfirheyrslum ţingnefndar yfir einstökum fyrrverandi starfsmönnum Hvíta Hússins verđi sjónvarpađ um öll Bandaríkin.

Miđađ viđ ţćr upplýsingar, sem fram hafa komiđ í bandarískum blöđum um ţađ sem á hefur gengiđ í Hvíta Húsinu í tengslum viđ Úkraínu, samtöl viđ ráđamenn ţađan í Washington og kröfur forsetans um ađgerđir ţar gegn bandarískum ríkisborgurum sem endurgjald fyrir fjárhagslega ađstođ Bandaríkjanna, geta opinberar yfirheyrslur um ţá atburđarás alla orđiđ forsetanum meira en erfiđar.

Í raun er "watergeitin" (nýyrđi Staksteinahöfundar Morgunblađsins yfir Watergate!)smámál miđađ viđ ţćr lýsingar.

Ţessi framvinda mála kemur hins vegar ekki á óvart í ljósi háttsemi forsetans í embćtti.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

5769 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. nóvember til 17. nóvember voru 5769 skv. mćlingum Google.

Eldmessa Ragnars Ţórs

Á Facebook er ađ finna eins konar eldmessu frá Ragnari Ţór, formanni VR, sem hvetur verkalýđshreyfinguna til ţess ađ standa ađ ţverpólitískri hreyfingu til ţess ađ koma fram umbótum á samfélaginu.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví til hvers sú eldmessa leiđir.

4570 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4. nóvember til 10. nóvember voru 4570 skv. mćlingum Google.

3991 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 28. október til 3. nóvember voru 3991 skv. mćlingum Google.