Hausmynd

Sagan endurtekur sig aftur og aftur

Miđvikudagur, 6. nóvember 2019

Sagan endurtekur sig aftur og aftur. Almennum borgurum misbýđur hvernig opinberar stofnanir standa ađ brottvísun fólks, sem hér hefur leitađ sér skjóls. Forstöđumenn ţeirra stofnana koma fram og útskýra ađ öllum svonefndum verklagsreglum hafi veriđ fylgt.

Hver eđa hverjir ćtli setji ţćr?

Og ef í ljós koma augljós göt á verklagsreglum er lofađ samtölum um ađ bćta ţar úr.

En ţađ er jafn víst og nokkuđ getur veriđ ađ mál hinnar barnshafandi albönsku konu, sem vakiđ hefur reiđi međal almennings verđur ekki hiđ síđasta sinnar tegundar.

Ţađ er eitthvađ stórkostlega mikiđ ađ í rekstri íslenzka stjórnkerfisins á mörgum sviđum ţess.

Hvernig vćri nú ađ ríkisstjórnin sjálf horfist í augu viđ ţann vanda, sem ráđherrar ţekkja áreiđanlega betur en allir ađrir og hefji róttćka endurhćfingu ţess kerfis, sem snýr m.a. ađ ţví hvernig ţađ upplifir sjálft sig.

Stjórnkerfi okkar ţarf augljóslega ađ lćra upp á nýtt ađ ţví er ćtlađ ađ veita ţjónustu.

Völdin eru annars stađar - hjá Alţingi.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

5769 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. nóvember til 17. nóvember voru 5769 skv. mćlingum Google.

Eldmessa Ragnars Ţórs

Á Facebook er ađ finna eins konar eldmessu frá Ragnari Ţór, formanni VR, sem hvetur verkalýđshreyfinguna til ţess ađ standa ađ ţverpólitískri hreyfingu til ţess ađ koma fram umbótum á samfélaginu.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví til hvers sú eldmessa leiđir.

4570 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4. nóvember til 10. nóvember voru 4570 skv. mćlingum Google.

3991 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 28. október til 3. nóvember voru 3991 skv. mćlingum Google.