Eins og við mátti búast eru stjórnarandstöðuflokkarnir komnir í kapphlaup um Samherjamálið til þess að sýna hver þeirra sé nú harðastur af sér. Þetta er tilgangslaust kapphlaup.
Samherjamálið mun hafa pólitísk áhrif en það eru kjósendur sjálfir, sem munu kveða upp þann pólitíska dóm.
Meðal þjóðarinnar sjálfrar er víðtæk samstaða um hvað gera skuli. Undantekningar frá því eru örfáar, og aðallega á hægri kantinum.
Og þegar svo víðtæk samstaða er, sem því miður er of sjaldgæft, eiga flokkarnir að fylkja sér á bak við þá þjóðarsamstöðu í stað þess að leika fáránlega einleiki.
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tók sér í gær ferð á hendur til norðausturhluta Englands, þar sem flokkur hans vann þingsæti af Verkamannaflokknum og sagði m.a. [...]
Innlit á þessa síðu vikuna 2. desember til 8 desember voru 4035 skv. mælingum Google.
Miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins, sem vera átti í dag, þar sem m.a. átti að taka til umfjöllunar ósk hóps flokksmanna um samþykki við stofnun Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, hefur verið frestað vegna anna í þinginu.
Ekki er ljóst hvenær fundur verður boðaður á ný. [...]
Gallup-könnun um fylgi flokkanna, sem sagt var frá í RÚV í kvöld, mánudagskvöld, var tíðindalítil.
En hún staðfestir þó enn einu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast við að halda sér rétt fyrir ofan 20% fylgi.