Þess verður vart, að ein af afleiðum Samherjamálsins séu að nýjar umræður séu að hefjast um kvótakerfið, kosti þess og galla, ekki sízt í sjávarplássum. Inn í þær umræður blandast raunar nýr þáttur, sem snýr að starfsemi íslenzkra útgerðarfyrirtækja í öðrum löndum og samspili fiskverðs og fiskvinnslu á þeirra vegum í öðrum löndum.
Þetta er athyglisvert í ljósi þess að eftir að auðlindagjald var tekið upp í sjávarútvegi hefur verið sæmileg sátt um kvótakerfið sem slíkt, þótt deilur hafi alltaf verið um upphæð auðlindagjalds.
En nú kann sem sagt að vera, að umræður um kvótakerfið séu að hefjast á ný og þess verður vart að útgerðarfyrirtæki hafi áhyggjur af framvindu mála á þeim vettvangi.
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tók sér í gær ferð á hendur til norðausturhluta Englands, þar sem flokkur hans vann þingsæti af Verkamannaflokknum og sagði m.a. [...]
Innlit á þessa síðu vikuna 2. desember til 8 desember voru 4035 skv. mælingum Google.
Miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins, sem vera átti í dag, þar sem m.a. átti að taka til umfjöllunar ósk hóps flokksmanna um samþykki við stofnun Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, hefur verið frestað vegna anna í þinginu.
Ekki er ljóst hvenær fundur verður boðaður á ný. [...]
Gallup-könnun um fylgi flokkanna, sem sagt var frá í RÚV í kvöld, mánudagskvöld, var tíðindalítil.
En hún staðfestir þó enn einu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast við að halda sér rétt fyrir ofan 20% fylgi.