Hausmynd

Vilhjálmur Einarsson og táknmyndir lýðveldisins

Mánudagur, 30. desember 2019

Yngsta kynslóðin, sem var stödd á Þingvöllum 17. júní 1944 gleymir þeirri lífsreynslu ekki. Og heldur ekki því, sem á eftir fór næstu árin, þegar hópur ungra afreksmanna í íþróttum og skák urðu eins konar táknmyndir hins unga lýðveldis og staðfestu með afrekum sínum, að svo fámenn þjóð gat skipað sér sem jafningi í raðir sjálfstæðra ríkja í heiminum.

Einn þeirra manna var Vilhjálmur Einarsson, sem nú er látinn, 85 ára að aldri.

Þeir birtust á Melavellinum, hver á fætur öðrum, Finnbjörn Þorvaldsson, Clausensbræður, Gunnar Huseby, Torfi Bryngeirsson og fl. Svo kom Friðrik Ólafsson fram á vettvangi skákarinnar og loks eignuðust Íslendingar, hvorki meira né minna en silfurverðlaunahafa í þrístökki á Olympíuleikum, Vilhjálm Einarsson.

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum, hvílík áhrif þessir ungu menn allir höfðu á æsku þessa lands, þegar þeir fóru að vinna afrek sín á erlendri grund. Þeir blésu henni í brjóst sjálfstraust og sannfæringu um að við gætum borið höfuðið hátt í samfélagi þjóða.

Og þegar yngsta kynslóðin á Þingvöllum óx úr grasi og hitti þessa menn í eigin persónu næstu áratugi á eftir  breyttist hún aftur í litla krakka. Slík var aðdáunin, sem þessir afreksmenn vöktu.

Vilhjálmur Einarsson, er enn sá, sem náð hefur mestri viðurkenningu þeirra allra á alþjóða vettvangi.

En þess sáust engin merki í persónulegri viðkynningu. Slík var hógværð hans.

Hér skal enn rifjuð upp hugmynd, sem áður hefur verið viðruð og við hæfi er að endurtaka við lát Vilhjálms.

Þjóðin á að reisa þessum afreksmönnum öllum og táknmyndum sjálfstæðis okkar og lýðveldis verðugt minnismerki og finna því stað, þar sem áður stóð Melavöllur.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4147 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.