Að Íslendingur vinni til Óskarsverðlauna er ekkert sjálfsagt, það er einstakt afrek. Þáttur í ævintýri lítillar þjóðar, sem hefur búið á þessari litlu og fallegu eyju í tæplega 1200 ár, lengst af í mikill einangrun og fásinni.
Það er ástæða til að óska Hildi Guðnadóttur og fjölskyldu hennar til hamingju með þetta afrek og raunar okkur öllum í þessu litla samfélagi.
Það eru afrek af þessu tagi, sem gera okkur kleift að bera höfuðið hátt í samfélagi sjálfstæðra þjóða heims. Einn ein staðfesting á því, að við getum gert það, sem við erum að reyna að gera, að búa hér sem sjálfstæð þjóð og ráða okkur sjálf.
Hildur á eftir að verða eins konar fyrirmynd framtíðarkynslóða í þessu landi, ekki sízt ungra stúlkna, sem sjá í lífi hennar og starfi að ótrúlegustu draumar geta orðið að veruleika.
Innlit á þessa síðu vikuna 17. janúar til 23. janúar voru 4147 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.
Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.