Hausmynd

Óvenjulegar ađgerđir á óvenjulegum tímum

Föstudagur, 20. mars 2020

Eitt af ţví, sem vekur athygli á ţeim óvenjulegu tímum, sem viđ upplifum nú er hversu tilbúnir stjórnmálamenn, hvar sem ţeir standa í hinu pólitíska litrófi, eru til ađ grípa til óvenjulegra ađgerđa.

Til marks um ţađ er ađ samkvćmt fréttum virđist stefna í ađ tímabundin borgaralaun verđi tekin upp bćđi í Bandaríkjunum og Bretlandi og ţađ af ríkisstjórnum, sem teljast til hćgri kants stjórnmálanna.

Slíkar hugmyndir hafa töluvert veriđ rćddar seinni árin viđ misjafnar undirtektir. 

Og kannski má segja ađ ţađ frumvarp Ásmundar Einars Dađasonar, félagsmálaráđherra, sem nú er til međferđar í ţinginu varđandi hlutastörf sé ein útgáfa af ţeim hugmyndum.

Önnur ađgerđ, sem líka er óvenjuleg er sú, sem virđist stefna í hjá Dönum, ađ stjórnvöld greiđi veitingahúsum og kaffihúsum bćtur vegna tekjutaps af völdum kórónaveirunnar.

Kannski sjáum viđ í ađgerđum sem ţessum ţćr breytingar á samfélögum okkar, sem margir telja ađ verđi afleiđing ţessara óvenjulegu tíma.

 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

RÚV: "...eitthvađ input..."

Í hádegisfréttum RÚV í gćr talađi fréttamađur viđ forsćtisráđherra um stöđuna í kjaramálum og sagđi: "...komuđ ţiđ međ eitthvađ input...".

Hvađa tungumál er RÚV ađ taka upp?

Lesa meira

3840 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 20. september til 26. september voru 3840 skv. mćlingum Google.

4700 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 13. september til 19. september voru 4700 skv. mćlingum Google.

3928 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 6. september til 12. september voru 3928 skv. mćlingum Google.