Hausmynd

Er sjálfsagt ađ kórónuveiran hćkki höfuđstól verđtryggđra lána?!

Sunnudagur, 22. mars 2020

Í ađdraganda hrunsins stunduđu sumir bankar og eigendur ţeirra ţá iđju ađ taka stöđu gegn krónunni og höfđu af ţví verulegan hagnađ, sem var sóttur beint í vasa almennings í landinu, ţegar gengi krónunnar lćkkađi međ tilheyrandi áhrifum á verđtryggđar lánaskuldbindingar vegna verđhćkkana innanlands.

Ţađ sama átti auđvitađ viđ um ţau viđskiptafyrirtćki ţeirra sömu banka, sem höfđu tekiđ lán hjá ţeim, sem voru gengistryggđ.

Ţetta rifjast upp ţegar viđbrögđ Alţýđusambands Íslands viđ ađgerđum ríkisstjórnarinnar eru lesin en ţar er lagt til ađ verđtrygging lána verđi fryst tímabundiđ ţannig ađ ein af mörgum áhrifum kórónuveirunnar verđi ekki ţau ađ hćkka höfuđstól slíkra lána.

Ţađ hefur áreiđanlega ekki veriđ ćtlun ţeirra, sem börđust fyrir verđtryggingu innlána og útlána fyrir um fjórum áratugum, sem var ekki sízt Alţýđuflokkurinn, ađ veikindafaraldrar á heimsvísu kćmu fram í hćkkun höfuđstóls verđtryggđra lána! 

Hagsmunasamtök heimilanna eru međ áţekkar hugmyndir um ţak á verđtryggingu skv. tilkynningu ţeirra fyrir um 10 dögum eđa svo.

Alţingi ćtti ađ huga sérstaklega ađ ţessari ábendingu ASÍ í međferđ ţingsins á málum ríkisstjórnarinnar.

Ţađ eru full efnisleg rök fyrir ţeirri ábendingu.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

3840 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 20. september til 26. september voru 3840 skv. mćlingum Google.

4700 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 13. september til 19. september voru 4700 skv. mćlingum Google.

3928 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 6. september til 12. september voru 3928 skv. mćlingum Google.

4640 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 30. ágúst til 5. september voru 4640 skv. mćlingum Google.