Hausmynd

Óvissa ræður ríkjum

Þriðjudagur, 24. mars 2020

Ef eitthvert eitt orð getur lýst ástandinu á heimsbyggðinni um þessar mundir er það orðið óvissa. Enginn veit hvað framundan er. Enginn veit hvað við tekur. 

En eitt er þó víst. Samfélög manna verða ekki söm og áður. Það er líklegra en hitt að gildismat okkar breytist og að þau samfélög ofurneyzlu, sem orðið hafa til, ekki sízt á Vesturlöndum, muni smátt og smátt hverfa eða a.m.k. láta undan síga.

Það er út af fyrir sig jákvætt. Og getur m.a. hjálpað okkur vegna loftslagsbreytinga.

Kannski þurfti mannfólkið að verða fyrir svona áfalli til þess að ná áttum.

Saga hinna evrópsku nýlenduvelda er ljót og þau reyna hvað þau geta til að sú saga gleymist.

En tímabil ofurneyzlu á Vesturlöndum á sama tíma og fjölmennir hópar þjást af fátækt í öðrum heimshlutum er líka ljótt.

Er hugsanlegt að kórónuveiran opni augu okkar fyrir því? 


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

4433 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 10. janúar til 16. janúar voru 4433 skv. mælingum Google.

4886 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 3. janúar til 9. janúar voru 4886 skv. mælingum Google.

5133 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 27. desember til 2. janúar voru 5133 skv. mælingum Google.

3873 innlit í síðustu viku

Innlit á þessa síðu vikuna 20. desember til 26.desember voru 3873 skv. mælingum Google.