Hausmynd

Leikhús: Á Óvinur fólksins eftir Ibsen erindi viđ samtímann?

Laugardagur, 2. maí 2020

Hollenzk blađakona, Caroline de Gruyter, segir frá ţví í grein, sem birt er á euobserver.eu, ađ skyndilega sýni leikhús um heim allan mikinn áhuga á leikriti eftir norska leikskáldiđ Henrik Ibsen, sem frumsýnt var áriđ 1882 eđa fyrir nćr 140 árum. Leikritiđ heitir Óvinur fólksins.

Í stuttu máli fjallar leikritiđ um lćkni á heilsuhćli í litlum bć í Noregi, en íbúarnir binda miklar vonir viđ ađ hćliđ verđi ţeim öllum til framdráttar efnahagslega. Lćknirinn uppgötvar og fćr stađfest ađ vatniđ í bćnum er eitrađ, skrifar blađagrein og bođar til fundar til ţess ađ upplýsa um máliđ. Bróđir hans er bćjarstjórinn og sér glćsta efnahagslega framtíđ bćjarins gufa upp. Hann hefur herferđ til ţess ađ eyđileggja orđspor bróđur síns, lćknisins, og fćr ritstjóra blađsins á stađnum til ţess ađ hafna birtingu greinarinnar. 

Eftir stendur lćknirinn, rúinn trausti og dóttir hans rekin úr skólanum á stađnum, af ţví ađ hann vildi segja fólki sannleikann, ţótt hann gćti haft neikvćđar efnahagslegar afleiđingar.

Ţetta er í raun nákvćm lýsing á ţeim átökum, sem nú fara fram á milli heilbrigđissjónarmiđa og efnahagslegra hagsmuna vegna kórónuveirunnar.

Og kannski líka lýsing á hlutskipti ţeirra, sem ganga einir gegn miklum hagsmunum.

Leikritiđ hefur veriđ sett á sviđ fjórum sinnum hér á landi. Fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur áriđ 1908 og ţá var heiti ţess Ţjóđníđingur. Nćst hjá Ţjóđleikhúsinu 1975 undir sama nafni. Í ţriđja sinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur á ný áriđ 2001 og ţá undir nafninu Fjandmađur fólksins og loks hjá Ţjóđleikhúsinu 2017 og ţá undir nafninu Óvinur fólksins. Í ţeirri sýningu var bróđirinn, bćjarstjórinn, orđinn ađ systur lćknisins.

Ţađ er nokkuđ ljóst ađ ţetta leikverk á erindi viđ samtíma okkar.


Laugardagsgreinar úr Morgunblaðinu

Úr ýmsum áttum

3989 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 11. október til 17. október voru 3989 skv. mćlingum Google.

Ţýzkaland: Bóluefni fyrir apríl 2021

Jens Spahn, heilbrigđisráđherra Ţýzkalands, spáir bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir apríl 2021 og segir ađ ţađ verđi einungis gefiđ ţeim, sem ţess óska.

Ţetta kemur fram á vef ţýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle.

Bandaríkin: Störf endurheimtist ekki fyrr en 2023

Wall Street Journal segir í dag, ađ 43% hagfrćđinga, sem blađiđ leitađi álits hjá, telji ađ störf í Bandaríkjunum, sem hafa tapast vegna kórónuveirunnar endurheimtist ekki fyrr en 2023 eđa síđar.

4177 innlit í síđustu viku

Innlit á ţessa síđu vikuna 4.október til 10. október voru 4177 skv. mćlingum Google.